föstudagur, júní 09, 2006

"Vil du please hjelpe me?!"

Þetta sagði gömul, norsk kona við mig í símann um daginn.
Hún talaði eiginlega enga ensku og þar sem ég tala nú ekki mikið í norsku var þetta "samtal" með þeim furðulegri sem ég hef átt, og hef ég nú átt þau nokkur.
Fyrst hélt ég að Biggi væri að rugla í mér eins og honum einum er lagið, en þar sem símtækið á heimilinu er með númerabirti gat ég séð að þetta símtal var í raun og veru að koma frá Noregi og að þessi gamla, norska kona var sennilega til í alvörunni en ekki sem karakter á lager hjá honum Bigga.
Ég reyndi að koma henni í skilning um að ég skildi hana ekki nema hún talaði smá ensku en gerði jafnframt þau misstök að segja henni það á minni, skrýtnu dönsku þannig hún ruglaðist gersamlega í ríminu og hélt að skildi hana fullkomlega. Svona eins og þegar einhver segir "sorry but I don't speak english!".
(Eða eins og eftir einhverja Danmerkur/Svíþjóðardvölina með Sylvíu þegar hún spurði afgreiðslustrákinn í IKEA "How mange peninga?")
En það allra furðulegasta við þetta allt saman var erindi konunnar. Hún var að leita að "Mister Borgeirsson - Mister Berger Borgeirsson", sem getur hæglega verið "Mister Birgir Þorgeirsson". Ég náði að skilja að hún hafði hitt þennan Berger Borgeirsson í Noregi, hann væri frá Íslandi og það sem meira er; hann átti að vera "very important mand i Island - he is manager i Sparebanken pa Island!" Þar sem ég taldi mig vita við hvað hann Biggi ynni og í þokkabót - þar sem ég er svo upplýst manneskja - vissi ég að enginn bankatjóranna á Íslandi er nafni hans Bigga sagði ég við gömlu, norsku konuna að ég gæti barasta alls ekki hjálpað henni þar sem ég væri alls ekki viss um hvað eða um hvern hún væri að biðja. Greyið konan var orðin gráti næst þegar hún loksins skildi hvað ég var að segja við hana en hún neitaði alfarið að ná því að þessi maður - hver svosem hann var - hefur sennilega ekki verið að segja henni satt eða hún eitthvað alvarlega misskilið hann. Ég meira að segja var svo almennileg að fara í símaskránna fyrir hana og gá hvort það væri einhver annar skráður í þessa merku bók með þessu nafni en svo var ekki. Þannig það endaði með því að þessi gamla, norska kona hálföskraði á mig eitthvað á norsku og skellti svo á mig.
Greyið konan...

En annars er ekki svo mikið að frétta.
Héldum nafnadag á laugardaginn s.l. , buðum ekkert allt of mörgum að koma en samt kom alveg hellingur af fólki - bara gaman.
Heiða, mamma hans Bigga, fór næstum því að gráta þegar hún heyrði hvað stelpan á að heita.
Alltaf gaman að koma fólki til að gráta - svo lengi nottla sem það er gert af gleði...
En það er mjög mikill léttir að vera búin að festa nafn við hana.
Bjarnheiður Guðrún passar ótrúlega vel við hana; hún er soddan bangsi.
Um leið og ég er búin að finna uessbé-snúruna þá set ég inn fleiri myndir á prinsessu-síðuna.

Til hamingju með afmælið Gríma!

1 Comments:

Anonymous sigga said...

Hahaha...Biggi farin að fokka í fólkinu í Noregi líka!!

3:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home