mánudagur, júní 26, 2006

Við hættumörk

Sjitturinn hvað það var brjálæðislegt að horfa á seinni leikinn í gær!
Slagsmál og læti og allt!
Þetta var einskonar frelsun fyrir mann að sitja heima í stofu og sjá þetta í beinni útsendingu; blóðheita Portúgala og (?) Hollendinga að fara á taugum að skalla hvorn annan, gefa hvor öðrum olbogahögg, gróflega tækla mann og annan... svona á þetta að vera!
Fyrst var ég alveg skrikjandi af fögnuði en svo var ég bara farin að gapa, orðlaus.
Og ég sem kem úr aðalgettóinu í Breiðholtinu og kalla nú ekki allt ömmu mína (enda væri það nú örugglega skrítið ef ég myndi gera það - kalla allt ömmu mína...)
En nú eru bæði liðin sem ég hélt með dottin úr keppni.
Já, ég hélt líka með Hollandi.
Þannig nú er svo komið að ég þori varla að gera neinu liði það að halda með því, þótt ég sé svona eiginlega farin að halda með Englandi, en bara í laumi sko.

Bókin sem ég keypti mér um daginn er svona líka rakin snilld!
Hún er eftir gaur sem heitir Carl Hiaasen og ég átti eina bók eftir hann fyrir sem ber heitið Basket Case. Biggi gaf mér hana...
Þeesi heitir Skinny Dip og er svo brjálæðislega fyndin að ég held stundum að ég sé að valda Bjarnheiði SBB (Shaken Baby Syndrome) þegar hún er að drekka hjá mér því ég fæ svo rosaleg hlátursköst að hún hristist öll og skelfur framan á mér.
Þessi bók er tæplega fimmhundruð blaðsíður þannig ég nenni varla að segja frá henni en í mjög stuttu máli þá er hún um hjón sem fara í skemmtisiglingu og maðurinn hendir konunni fram af skipinu til að drepa hana án þess að það sé nein augljós ásæða fyrir morðinu. Konan lifir þetta s.s. af en í staðinn fyrir að fara til lögreglunnar ákveður hún að hefna sín á karlinum. Þetta er eins svartur húmor og hann getur orðið. Mæli eindregið með þessari bók, greinilega...

Well, farin að horfa á leikinn. Ítalía - Ástralía í gangi núna. Ég spái því að landið sem endar á -lía vinni leikinn muhoooaa...
Þyrfti eiginlega að hætta núna, veit ekki hvernig þetta endar eiginlega, kannski þyrfti ég að fara á lyf - í alvöru talað!

2 Comments:

Anonymous Sigga said...

Ég hélt sko líka með Hollandi, enda kemur ekkert annað til greina!
Ég veit líka alvega af hverju þeir töpuðu...sástu búningana sem þeir voru í??

9:52 e.h.  
Blogger RósaG. said...

Já, nákvæmlega! Ég held að ég hafi aldrei séð Hollendingana í öðru en appelsínugulu. Þetta hefur brotið sjálfsmyndina niður hjá þeim og þess vegna töpuu þeir!

1:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home