föstudagur, júní 23, 2006

Soldið gleymin

Jæja, mér tókst allavega að reyna gera gott úr góða veðrinu um daginn.
Ég drullaði mér út og fór með dótturina í göngutúr alla leið niðrí miðbæ.
Þar sem við sátum á Austurvellinum, Bjarnheiður glaðvakandi í fanginu á mér bara að skoða mannlífið, kemur allt í einu andlit alveg upp að okkur og rödd í kjölfarið: "Hvað er hún gömul?"
Ég get ekki haldið öðru fram en að mér hafi brugðið soldið. En þetta var s.s. einhver bláókunnug kona að dást að "litla barninu". Gerist þetta oft, þið fólk sem eigið börn? Eru ókunnugir virkilega að gefa sér leyfi allt í einu til að "tala" við börnin ykkar? Þetta finnst mér geðveikt skrítið...
EN! Eftir þessa skrýtnu reynslu datt mér í hug að kíkja í Pennann sem er niðrí bæ, kaupa mér bók og setjast í Hljómskálagarðinn til að gefa stelpunni að drekka og ég ætlaði að lesa á meðan. Hljómar ótrúlega rómó, finnst mér. Svo ég skundaði yfir götuna með Bjarnheiði undir handleggnum, stýrði vagninum með hinni hendinni og fór í bókabúðina til að skoða úrvalið. Eftir mikla og ítarlega leit gat ég loksins komist að niðurstöðu um hvaða bók skildi kaupa. Það var orðið svo langt síðan ég fór í bókabúð til að kaupa bók handa sjálfri mér að ég var komin með sjö bækur til að velja úr. En, eins og ég segi, tókst mér að velja og fór með fenginn að kassanum til að borga. Í sömu andrá og ég tók upp seðlaveskið úr töskunni sá ég fyrir mér úlpuna mína, hangandi upp á snaga í forstofunni heima, með kortið í vasanum...
Áður en ég vissi af hafði langdregið "ooooohhh" sloppið frá mér. Afgreiðslustelpan spurði mig hvort ég væri ekki með neinn pening á mér. "PENING? Hver er með pening á sér???", spurði ég stelpuna til baka með grátstafinn í kverkunum. Ókei, kannski ekki alveg en næstum því, ég var allavega mjööög svekkt. Þannig ég bað stelpuna um að geyma fyrir mig bókina hjá kassanum af því ég ætlaði svo sannarlega að koma aftur um kvöldið kaupa helvítis bókina. Sem ég svo gerði eftir að Biggi kom með bílinn heim.
En ég endaði s.s. á því að fara í Hljómskálagarðinn til að gefa litlu druslunni að drekka en í staðinn fyrir að lesa góða bók á meðan, skoðaði ég mávana... mjög rómó.

En nú er aftur komið gott veður.
Í dag verður gerð tilraun #2 til að fara í garðinn með barnið og góða bók. Held að þetta muni ganga betur núna þar sem ég á bókina og tek hana með mér og þarf þ.a.l. ekki að muna eftir korti né peningum.
Þá er bara að muna eftir barninu...

5 Comments:

Blogger Sigga said...

í guðanna bænum ekki gleyma barninu;)

2:23 e.h.  
Anonymous Glaða gæran said...

Já fólk spyr mann sko um börn. Og dýr. Miklu meira reyndar ef þú ferð út að labba með hund, þá alveg rignir spurningunum yfir mann. Sem mér by the way finnst alls ekki leiðinlegt.

5:15 e.h.  
Anonymous Gríma said...

Hann Hreiðar frændi okkar er þrítugur í dag!!

5:16 e.h.  
Blogger RósaG. said...

Til hamingju með afmælið Hreiðar!

6:21 e.h.  
Anonymous gríma said...

efast nú um hann sjái þetta...
já og Steinrós er óborganleg, ég á svo bágt með mig stundum. Hún tilkynnti mér td. um daginn að einn strákur sem hún er í bekk með elskaði hana.... úff æ og ó, ég átti voða bágt með að skella ekki uppúr.

11:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home