laugardagur, júní 24, 2006

Í sól og sumaryl

Jammogjá!
Fór í gönguferð í garðinn í gær með bók OG barnið, jájá gleymdi henni nú ekki.
Voða kósý hjá okkur, hún sofandi í vagninum og ég að lesa/í sólbaði.
Fundum stað þar sem ekkert fólk var svo við vorum bara tvær mæðgurnar í algjöru skjóli.
Þar til fjórir strákar mættu á svæðið með frisbídiska í mörgum stærðum að leika sér...
En það var allt í lagi, bara gaman að fylgjast með þeim að klifra í trjánum eftir diskunum sem voru alltaf að lenda þar.

Svo tókum við Biggi garðinn í gegn svo maður er búinn að vera voða mikið úti í góða veðrinu.

Biggi fékk lánaða einskonar rafmagnssög, til að snyrta runna, lánaða. Við eigum ekki svo langa framlengingarsnúru, sem þarf að ná alla leið út úr húsinu, en það hefði nú ekki verið mikið vesen að fá hana lánaða hjá Togga, pabba hans Bigga sem var hvort eð er að lána sögina. En nei! Þeir feðgarnir bitu það báðir í sig að hvert og eitt heimili verði nú að eiga allavega eina góða framlengingarsnúru. Biggi fór svo í dag í Byko til að versla eins slíka fyrir heimilið og kom til baka með eina slíka... 50 METRA langa, takkfyrirtakk! Alveg skærappelsínugula og þykka, svona eins og alvöru iðnaðarmenn nota!
Nú verð ég að taka það fram að við Biggi erum búin að búa saman í sirka sex ár og aldrei höfum við þurft á svona framlengingarsnúru að halda. Ef við höfum þurft svoleiðis græju hefur það verið í formi kannski 15 metra lengdar.
Svo kostaði þetta handlegg og fótlegg í þokkabót.
Karlmenn, segi ég nú bara með nefið uppí loft.
Þetta verður örugglega ekki mikið notað, en við eigum þó eina góða framlengingarsnúru...
Ég var að djóka með það við Bigga að ég gæti farið í næstu götu og blásið á mér hárið og honum fannst það alveg upplagt; að standa úti á hringtorgi með hárblásara í hönd.

4 Comments:

Anonymous þvottahúsmellan said...

ha ha ha ha, ég sé þig fyrir mér á hringtorginu að blása hárið...annars hélt ég að þess þyrfti ekki þarna á Íslandi, maður bara fer út og stendur við vegkantinn í smá tíma og snýr í rétta átt og þá er þetta orðið fínt. Svo mikill vindur alltaf....

12:46 f.h.  
Blogger RósaG. said...

hahahaha, já og hárbursta nottla. Sparar líka rafmagn...

2:03 f.h.  
Anonymous hundabrjálaða konan said...

Eini hárblásarinn sem til er á þessu heimili er fyrir hukndana, sérstakur hundahárblásari... Á samt þrjá hárbursta í mannshár enda veitir víst ekki af þegar maður á stelpu. Greiður og hárburstar í hundana eru að vísu miklu fleiri, einnig skæri og klippur.

9:36 f.h.  
Blogger RósaG. said...

Svona er að eiga loðtíkur ;-)

1:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home