miðvikudagur, júní 21, 2006

Hvað gerir maður þá?

Jæja, loksins gott veður!
Og ég sem er nýbúin að endur-uppgötva undur og stórmerki, svo ekki sé talað um skemmtanagildi , photoshop.
Var að fara gróflega yfir fjöldann af ljósmyndum sem búið er að smella af þessu fjögurra mánaða gamla barni... sirka 1500 stykki æ kidd jú nott!
Það er alveg hægt að eyða miklum tíma í tölvunni með Bjarnheiði á gjafapúðanum fyrir framan sig, setja myndir í tölvuna og þaðan á síðuna hennar eða að fótósjoppa myndir eða bara hanga á bloggsíðum.
Eins og þið sjáið er ég í rauninni búin að mastera það hvernig er best að eyða tímanum í fæðingarorlofi.
Svo má ekki gleyma HM! Einhverra hluta vegna er ég voða spennt yfir fótbolta allt í einu...
Held með liði og allt! Svíþjóð, það er liðið mitt í ár.
Svo kemur þetta góða veður með sól og hita og ég fer bara í kerfi; samviskubit yfir að vera ekki úti en get samt varla slitið mig frá tölvunni og boltanum.
What to do?

2 Comments:

Anonymous silfurenglamamman said...

Sko. einfalt mál. Þið fáið ykkur bara þráðlausa tengingu og ferð síðan út með tölvuna.Eða fjárfestir enn eina ferðina í sérlega langri framlengingarsnúru.

3:30 e.h.  
Blogger RósaG. said...

Ekki fleiri snúrur, held það sé alveg klárt!

7:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home