mánudagur, júní 12, 2006

Hár - los

Hann Róbert minn Makkaróní er staddur á landinu og er búinn að fara sínum snilldarhöndum um annars sorglegt hárið á mér.
Ég var s.s. búin að vera á vergangi alveg frá því síðast þegar ég var að kvarta undan fjarveru hans Róbert míns. Bloggaði um það en man ekki, og nenni ekki að fletta því upp, hvenær það var nákvæmlega.
Nú var ég byrjuð á einhverjum stælum með að kaupa mér (ljóst) skol út í apóteki og klippa mesta slitið sjálf úr hárinu og var alveg farin að heyra hann Róbert skamma mig, eins hann hefur gert áður:
"Ég er ekki pípari! Ekki reyni ég að gera við vaskinn heima hjá mér ef hann lekur, af því ég er ekki pípari, skilurðu! Ég panta mér pípara. Þú ert ekki hárgreiðslumeistari, þú átt ekki að reyna gera þetta sjálf!"
Þannig að fyrir algjöra tilviljun komst ég að því að hann væri á landinu og var fljót að panta mér tíma hjá honum.
Nú er ég orðin alveg dökkhærð aftur og allt slit farið ofaní ruslafötuna á hárgreiðslustofunni.
Reyndar hafði óléttan þau áhrif á hárvöxtinn á mér að ég hef ekki haft eins sítt hár frá því ég fermdist. En á móti kemur að brjóstagjöfin er að gera mig sköllótta. Það hrynja heilu hárlokkarnir úr mér í hvert skipti sem ég renni bursta í gegnum hárið þannig að nú er svo komið að ég þvæ hárið, leyfi því aðeins að þorna inní handklæðinu, set svo hárið í tagl og snerti það helst ekki aftur fyrr það er kominn tími á að þvo það á ný.
Það eru hár eftir mig út um allt; gólfinu, rúminu, öllum húsgögnum, barninu, manninum, kettinum, sturtuniðurfallið er alltaf á barmi stíflunar o.s.frv.o.s.frv. Það er í rauninni alveg stórmerkilegt að það sé ennþá hár á hausnum á mér.
En mér fróðara fólk hefur sagt mér að þessu líkur um leið og brjóstagjöfin. Spurning hvort það verði nokkuð um seinan...

2 Comments:

Anonymous Sigga said...

Ég vil ekki hugsa til þess hvernig ég verð þá ef ég verð einhvertíman með barn á brjósti! Ég er nú þegar svona, það eru hár úr mér út um allt!!

10:18 f.h.  
Blogger RósaG. said...

Ég einmitt var líka með "slæmt" hárlos áður... Nú veit ég hvað "slæmt" er.
Þetta er alveg óhugnalegt.

1:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home