fimmtudagur, júní 29, 2006

Á gullskónnum

Dagur tvö án fótbolta...
Þetta er eins og að vera veikur heima frá vinnu; maður veit ekki alveg hvað á að gera af sér þannig það endar með algjöru aðgerðarleysi.
Leikurinn milli Frakklands og Spáns var mun meira spennandi en ég hafði gert mér vonir um.Ég var fyrirfram búin að spá Spáni sigrinum en hélt ekki með þeim samt, hélt eiginlega með hvorugu liðinu. En svo komu mörkin og það seinasta sem Zidane skoraði, jiii hvað það var flott og allt í einu varð hann geðveikt flottur gaur sem ég hafði aldrei tekið áður eftir. Zidane á gullskónnum sínum...
Nú er ég farin að halda með Frakklandi sko!
(ætli það verði ekki til þess að þeir detti úr keppni...)

En það er svaka leikur á morgun; Þýskaland - Argentína
Held að ég haldi með Þjóðverjunum en það verður að segjast að Argentínumennirnir spila miklu skemmtilegri fótbolta.
En það væri bara svo gaman ef tvö Evrópulönd myndu keppa um fyrsta sætið.
Svo er seinni leikur dagsins milli Ítalíu og Úkraínu en ég held þar með Úkraínu.
Svo eru það England - Portúgal, held með tjöllunum.
Ætli ég sé ekki hér með búin að dæma þessi tvö lönd úr keppninni...
Kemur í ljós.

Gamangaman á morgun en í dag verð bara að lesa og kjafta við hana Bjarnheiði sem er farin að hjala endalaust mikið. Hún bara hættir ekki, ekki eini sinni þegar hún er að drekka. Sætasta hljóð í heiminum.

Og svo nottla aðalatriðið: Við erum að fara til Danmerkur og Svíþjóðar !!!!!
Vúhúúúúú!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home