fimmtudagur, júní 15, 2006

Draugagangur?

Það er eitthvað mjög dularfullt í gangi hérna í þessari íbúð...
Uessbé-snúran er sko ekki það eina sem týnt í augnablikinu.
Það eru ótrúlega margir hlutir að hverfa og birtast svo aftur.
Bleika snuðið hennar Bjarnheiðar var búið að vera horfið í meira en mánuð þegar ég allt í einu sé það á eldhúsgólfinu í fyrradag.
Biggi kom heim í gær til að ná í tilkynningu frá póstinum um að Amazon væri búið að senda einhverjar bækur til hans.
Við leituðum og leituðum allsststaðar, út um alla íbúð og fundum ekki miðann.
Þ.e.a.s. ekki fyrr en Biggi var farinn aftur, þá fann ég miðann þar sem hann átti að vera allann tímann og trúið mér; við vorum sko búin að leita þar, ég kann sko að leita!
Það mætti gefa mér starfsheitið Professional Tracker.
Svo eru alltaf einhver föt að hverfa og koma svo aftur í ljós á hinum skrýtnustu stöðum, sérstaklega bolir.
Kannski eru bara draugar hérna sem klæðast bolum, eru alltaf að tengja eitthvað með snuð upp í sér og þurfa eitthvað að lesa öðru hvoru.
En hver þarf þess sossum ekki?

1 Comments:

Anonymous hauslausa hænan said...

Þetta er mjög dularfullt....
Gæfi dáldið fyrir að sjá þennan draug með bleikt snuð upp í sér.

6:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home