fimmtudagur, júní 29, 2006

Á gullskónnum

Dagur tvö án fótbolta...
Þetta er eins og að vera veikur heima frá vinnu; maður veit ekki alveg hvað á að gera af sér þannig það endar með algjöru aðgerðarleysi.
Leikurinn milli Frakklands og Spáns var mun meira spennandi en ég hafði gert mér vonir um.Ég var fyrirfram búin að spá Spáni sigrinum en hélt ekki með þeim samt, hélt eiginlega með hvorugu liðinu. En svo komu mörkin og það seinasta sem Zidane skoraði, jiii hvað það var flott og allt í einu varð hann geðveikt flottur gaur sem ég hafði aldrei tekið áður eftir. Zidane á gullskónnum sínum...
Nú er ég farin að halda með Frakklandi sko!
(ætli það verði ekki til þess að þeir detti úr keppni...)

En það er svaka leikur á morgun; Þýskaland - Argentína
Held að ég haldi með Þjóðverjunum en það verður að segjast að Argentínumennirnir spila miklu skemmtilegri fótbolta.
En það væri bara svo gaman ef tvö Evrópulönd myndu keppa um fyrsta sætið.
Svo er seinni leikur dagsins milli Ítalíu og Úkraínu en ég held þar með Úkraínu.
Svo eru það England - Portúgal, held með tjöllunum.
Ætli ég sé ekki hér með búin að dæma þessi tvö lönd úr keppninni...
Kemur í ljós.

Gamangaman á morgun en í dag verð bara að lesa og kjafta við hana Bjarnheiði sem er farin að hjala endalaust mikið. Hún bara hættir ekki, ekki eini sinni þegar hún er að drekka. Sætasta hljóð í heiminum.

Og svo nottla aðalatriðið: Við erum að fara til Danmerkur og Svíþjóðar !!!!!
Vúhúúúúú!!!!

mánudagur, júní 26, 2006

Við hættumörk

Sjitturinn hvað það var brjálæðislegt að horfa á seinni leikinn í gær!
Slagsmál og læti og allt!
Þetta var einskonar frelsun fyrir mann að sitja heima í stofu og sjá þetta í beinni útsendingu; blóðheita Portúgala og (?) Hollendinga að fara á taugum að skalla hvorn annan, gefa hvor öðrum olbogahögg, gróflega tækla mann og annan... svona á þetta að vera!
Fyrst var ég alveg skrikjandi af fögnuði en svo var ég bara farin að gapa, orðlaus.
Og ég sem kem úr aðalgettóinu í Breiðholtinu og kalla nú ekki allt ömmu mína (enda væri það nú örugglega skrítið ef ég myndi gera það - kalla allt ömmu mína...)
En nú eru bæði liðin sem ég hélt með dottin úr keppni.
Já, ég hélt líka með Hollandi.
Þannig nú er svo komið að ég þori varla að gera neinu liði það að halda með því, þótt ég sé svona eiginlega farin að halda með Englandi, en bara í laumi sko.

Bókin sem ég keypti mér um daginn er svona líka rakin snilld!
Hún er eftir gaur sem heitir Carl Hiaasen og ég átti eina bók eftir hann fyrir sem ber heitið Basket Case. Biggi gaf mér hana...
Þeesi heitir Skinny Dip og er svo brjálæðislega fyndin að ég held stundum að ég sé að valda Bjarnheiði SBB (Shaken Baby Syndrome) þegar hún er að drekka hjá mér því ég fæ svo rosaleg hlátursköst að hún hristist öll og skelfur framan á mér.
Þessi bók er tæplega fimmhundruð blaðsíður þannig ég nenni varla að segja frá henni en í mjög stuttu máli þá er hún um hjón sem fara í skemmtisiglingu og maðurinn hendir konunni fram af skipinu til að drepa hana án þess að það sé nein augljós ásæða fyrir morðinu. Konan lifir þetta s.s. af en í staðinn fyrir að fara til lögreglunnar ákveður hún að hefna sín á karlinum. Þetta er eins svartur húmor og hann getur orðið. Mæli eindregið með þessari bók, greinilega...

Well, farin að horfa á leikinn. Ítalía - Ástralía í gangi núna. Ég spái því að landið sem endar á -lía vinni leikinn muhoooaa...
Þyrfti eiginlega að hætta núna, veit ekki hvernig þetta endar eiginlega, kannski þyrfti ég að fara á lyf - í alvöru talað!

laugardagur, júní 24, 2006

Í sól og sumaryl

Jammogjá!
Fór í gönguferð í garðinn í gær með bók OG barnið, jájá gleymdi henni nú ekki.
Voða kósý hjá okkur, hún sofandi í vagninum og ég að lesa/í sólbaði.
Fundum stað þar sem ekkert fólk var svo við vorum bara tvær mæðgurnar í algjöru skjóli.
Þar til fjórir strákar mættu á svæðið með frisbídiska í mörgum stærðum að leika sér...
En það var allt í lagi, bara gaman að fylgjast með þeim að klifra í trjánum eftir diskunum sem voru alltaf að lenda þar.

Svo tókum við Biggi garðinn í gegn svo maður er búinn að vera voða mikið úti í góða veðrinu.

Biggi fékk lánaða einskonar rafmagnssög, til að snyrta runna, lánaða. Við eigum ekki svo langa framlengingarsnúru, sem þarf að ná alla leið út úr húsinu, en það hefði nú ekki verið mikið vesen að fá hana lánaða hjá Togga, pabba hans Bigga sem var hvort eð er að lána sögina. En nei! Þeir feðgarnir bitu það báðir í sig að hvert og eitt heimili verði nú að eiga allavega eina góða framlengingarsnúru. Biggi fór svo í dag í Byko til að versla eins slíka fyrir heimilið og kom til baka með eina slíka... 50 METRA langa, takkfyrirtakk! Alveg skærappelsínugula og þykka, svona eins og alvöru iðnaðarmenn nota!
Nú verð ég að taka það fram að við Biggi erum búin að búa saman í sirka sex ár og aldrei höfum við þurft á svona framlengingarsnúru að halda. Ef við höfum þurft svoleiðis græju hefur það verið í formi kannski 15 metra lengdar.
Svo kostaði þetta handlegg og fótlegg í þokkabót.
Karlmenn, segi ég nú bara með nefið uppí loft.
Þetta verður örugglega ekki mikið notað, en við eigum þó eina góða framlengingarsnúru...
Ég var að djóka með það við Bigga að ég gæti farið í næstu götu og blásið á mér hárið og honum fannst það alveg upplagt; að standa úti á hringtorgi með hárblásara í hönd.

föstudagur, júní 23, 2006

Soldið gleymin

Jæja, mér tókst allavega að reyna gera gott úr góða veðrinu um daginn.
Ég drullaði mér út og fór með dótturina í göngutúr alla leið niðrí miðbæ.
Þar sem við sátum á Austurvellinum, Bjarnheiður glaðvakandi í fanginu á mér bara að skoða mannlífið, kemur allt í einu andlit alveg upp að okkur og rödd í kjölfarið: "Hvað er hún gömul?"
Ég get ekki haldið öðru fram en að mér hafi brugðið soldið. En þetta var s.s. einhver bláókunnug kona að dást að "litla barninu". Gerist þetta oft, þið fólk sem eigið börn? Eru ókunnugir virkilega að gefa sér leyfi allt í einu til að "tala" við börnin ykkar? Þetta finnst mér geðveikt skrítið...
EN! Eftir þessa skrýtnu reynslu datt mér í hug að kíkja í Pennann sem er niðrí bæ, kaupa mér bók og setjast í Hljómskálagarðinn til að gefa stelpunni að drekka og ég ætlaði að lesa á meðan. Hljómar ótrúlega rómó, finnst mér. Svo ég skundaði yfir götuna með Bjarnheiði undir handleggnum, stýrði vagninum með hinni hendinni og fór í bókabúðina til að skoða úrvalið. Eftir mikla og ítarlega leit gat ég loksins komist að niðurstöðu um hvaða bók skildi kaupa. Það var orðið svo langt síðan ég fór í bókabúð til að kaupa bók handa sjálfri mér að ég var komin með sjö bækur til að velja úr. En, eins og ég segi, tókst mér að velja og fór með fenginn að kassanum til að borga. Í sömu andrá og ég tók upp seðlaveskið úr töskunni sá ég fyrir mér úlpuna mína, hangandi upp á snaga í forstofunni heima, með kortið í vasanum...
Áður en ég vissi af hafði langdregið "ooooohhh" sloppið frá mér. Afgreiðslustelpan spurði mig hvort ég væri ekki með neinn pening á mér. "PENING? Hver er með pening á sér???", spurði ég stelpuna til baka með grátstafinn í kverkunum. Ókei, kannski ekki alveg en næstum því, ég var allavega mjööög svekkt. Þannig ég bað stelpuna um að geyma fyrir mig bókina hjá kassanum af því ég ætlaði svo sannarlega að koma aftur um kvöldið kaupa helvítis bókina. Sem ég svo gerði eftir að Biggi kom með bílinn heim.
En ég endaði s.s. á því að fara í Hljómskálagarðinn til að gefa litlu druslunni að drekka en í staðinn fyrir að lesa góða bók á meðan, skoðaði ég mávana... mjög rómó.

En nú er aftur komið gott veður.
Í dag verður gerð tilraun #2 til að fara í garðinn með barnið og góða bók. Held að þetta muni ganga betur núna þar sem ég á bókina og tek hana með mér og þarf þ.a.l. ekki að muna eftir korti né peningum.
Þá er bara að muna eftir barninu...

miðvikudagur, júní 21, 2006

Hvað gerir maður þá?

Jæja, loksins gott veður!
Og ég sem er nýbúin að endur-uppgötva undur og stórmerki, svo ekki sé talað um skemmtanagildi , photoshop.
Var að fara gróflega yfir fjöldann af ljósmyndum sem búið er að smella af þessu fjögurra mánaða gamla barni... sirka 1500 stykki æ kidd jú nott!
Það er alveg hægt að eyða miklum tíma í tölvunni með Bjarnheiði á gjafapúðanum fyrir framan sig, setja myndir í tölvuna og þaðan á síðuna hennar eða að fótósjoppa myndir eða bara hanga á bloggsíðum.
Eins og þið sjáið er ég í rauninni búin að mastera það hvernig er best að eyða tímanum í fæðingarorlofi.
Svo má ekki gleyma HM! Einhverra hluta vegna er ég voða spennt yfir fótbolta allt í einu...
Held með liði og allt! Svíþjóð, það er liðið mitt í ár.
Svo kemur þetta góða veður með sól og hita og ég fer bara í kerfi; samviskubit yfir að vera ekki úti en get samt varla slitið mig frá tölvunni og boltanum.
What to do?

mánudagur, júní 19, 2006

Fundin

Bévítans snúran er fundin og ég er byrjuð að setja inn myndir á fullu!

Skrifa meira þegar því er lokið.

föstudagur, júní 16, 2006

Nýjar myndir

Vildi bara láta vita að væru komnar inn nýjar myndir af dömunni - Bjarnheiði sko, ekki mér...
Það eru nú samt líka myndir að bæði mér og Bigga Í SUNDI - þvílíkir hasarkroppar mar!
Sérstaklega ég, jahá...

Og nei!
Uessbé-snúran er ekki fundin, það er bara virkilega orðið þannig að fólki er alveg hætt að lítast á þetta aðgerðarleysi á síðunni hennar og er farið að koma færandi hendi með myndir á disk.

Maður fer nú bara að skammast sín...

fimmtudagur, júní 15, 2006

Draugagangur?

Það er eitthvað mjög dularfullt í gangi hérna í þessari íbúð...
Uessbé-snúran er sko ekki það eina sem týnt í augnablikinu.
Það eru ótrúlega margir hlutir að hverfa og birtast svo aftur.
Bleika snuðið hennar Bjarnheiðar var búið að vera horfið í meira en mánuð þegar ég allt í einu sé það á eldhúsgólfinu í fyrradag.
Biggi kom heim í gær til að ná í tilkynningu frá póstinum um að Amazon væri búið að senda einhverjar bækur til hans.
Við leituðum og leituðum allsststaðar, út um alla íbúð og fundum ekki miðann.
Þ.e.a.s. ekki fyrr en Biggi var farinn aftur, þá fann ég miðann þar sem hann átti að vera allann tímann og trúið mér; við vorum sko búin að leita þar, ég kann sko að leita!
Það mætti gefa mér starfsheitið Professional Tracker.
Svo eru alltaf einhver föt að hverfa og koma svo aftur í ljós á hinum skrýtnustu stöðum, sérstaklega bolir.
Kannski eru bara draugar hérna sem klæðast bolum, eru alltaf að tengja eitthvað með snuð upp í sér og þurfa eitthvað að lesa öðru hvoru.
En hver þarf þess sossum ekki?

þriðjudagur, júní 13, 2006

Enn engar myndir

Uessbé-snúran er enn týnd...
Það eru snúrur út um alla íbúð, ég get ekki nefnt eitt herbergi þar sem a.m.k. fimm snúrur eru ekki í (jú, kannski baðherbergið) í íbúðinni. En þessi snúra, sú eina sem ég þarf áða halda akkúrat núna er í felum...
Djössins!

mánudagur, júní 12, 2006

And the name is...

Hér má svo sjá hvað nöfnin á dömunni merkja ásamt öllum öðrum nöfnum í íslensku þjóðskránni.

Hár - los

Hann Róbert minn Makkaróní er staddur á landinu og er búinn að fara sínum snilldarhöndum um annars sorglegt hárið á mér.
Ég var s.s. búin að vera á vergangi alveg frá því síðast þegar ég var að kvarta undan fjarveru hans Róbert míns. Bloggaði um það en man ekki, og nenni ekki að fletta því upp, hvenær það var nákvæmlega.
Nú var ég byrjuð á einhverjum stælum með að kaupa mér (ljóst) skol út í apóteki og klippa mesta slitið sjálf úr hárinu og var alveg farin að heyra hann Róbert skamma mig, eins hann hefur gert áður:
"Ég er ekki pípari! Ekki reyni ég að gera við vaskinn heima hjá mér ef hann lekur, af því ég er ekki pípari, skilurðu! Ég panta mér pípara. Þú ert ekki hárgreiðslumeistari, þú átt ekki að reyna gera þetta sjálf!"
Þannig að fyrir algjöra tilviljun komst ég að því að hann væri á landinu og var fljót að panta mér tíma hjá honum.
Nú er ég orðin alveg dökkhærð aftur og allt slit farið ofaní ruslafötuna á hárgreiðslustofunni.
Reyndar hafði óléttan þau áhrif á hárvöxtinn á mér að ég hef ekki haft eins sítt hár frá því ég fermdist. En á móti kemur að brjóstagjöfin er að gera mig sköllótta. Það hrynja heilu hárlokkarnir úr mér í hvert skipti sem ég renni bursta í gegnum hárið þannig að nú er svo komið að ég þvæ hárið, leyfi því aðeins að þorna inní handklæðinu, set svo hárið í tagl og snerti það helst ekki aftur fyrr það er kominn tími á að þvo það á ný.
Það eru hár eftir mig út um allt; gólfinu, rúminu, öllum húsgögnum, barninu, manninum, kettinum, sturtuniðurfallið er alltaf á barmi stíflunar o.s.frv.o.s.frv. Það er í rauninni alveg stórmerkilegt að það sé ennþá hár á hausnum á mér.
En mér fróðara fólk hefur sagt mér að þessu líkur um leið og brjóstagjöfin. Spurning hvort það verði nokkuð um seinan...

föstudagur, júní 09, 2006

"Vil du please hjelpe me?!"

Þetta sagði gömul, norsk kona við mig í símann um daginn.
Hún talaði eiginlega enga ensku og þar sem ég tala nú ekki mikið í norsku var þetta "samtal" með þeim furðulegri sem ég hef átt, og hef ég nú átt þau nokkur.
Fyrst hélt ég að Biggi væri að rugla í mér eins og honum einum er lagið, en þar sem símtækið á heimilinu er með númerabirti gat ég séð að þetta símtal var í raun og veru að koma frá Noregi og að þessi gamla, norska kona var sennilega til í alvörunni en ekki sem karakter á lager hjá honum Bigga.
Ég reyndi að koma henni í skilning um að ég skildi hana ekki nema hún talaði smá ensku en gerði jafnframt þau misstök að segja henni það á minni, skrýtnu dönsku þannig hún ruglaðist gersamlega í ríminu og hélt að skildi hana fullkomlega. Svona eins og þegar einhver segir "sorry but I don't speak english!".
(Eða eins og eftir einhverja Danmerkur/Svíþjóðardvölina með Sylvíu þegar hún spurði afgreiðslustrákinn í IKEA "How mange peninga?")
En það allra furðulegasta við þetta allt saman var erindi konunnar. Hún var að leita að "Mister Borgeirsson - Mister Berger Borgeirsson", sem getur hæglega verið "Mister Birgir Þorgeirsson". Ég náði að skilja að hún hafði hitt þennan Berger Borgeirsson í Noregi, hann væri frá Íslandi og það sem meira er; hann átti að vera "very important mand i Island - he is manager i Sparebanken pa Island!" Þar sem ég taldi mig vita við hvað hann Biggi ynni og í þokkabót - þar sem ég er svo upplýst manneskja - vissi ég að enginn bankatjóranna á Íslandi er nafni hans Bigga sagði ég við gömlu, norsku konuna að ég gæti barasta alls ekki hjálpað henni þar sem ég væri alls ekki viss um hvað eða um hvern hún væri að biðja. Greyið konan var orðin gráti næst þegar hún loksins skildi hvað ég var að segja við hana en hún neitaði alfarið að ná því að þessi maður - hver svosem hann var - hefur sennilega ekki verið að segja henni satt eða hún eitthvað alvarlega misskilið hann. Ég meira að segja var svo almennileg að fara í símaskránna fyrir hana og gá hvort það væri einhver annar skráður í þessa merku bók með þessu nafni en svo var ekki. Þannig það endaði með því að þessi gamla, norska kona hálföskraði á mig eitthvað á norsku og skellti svo á mig.
Greyið konan...

En annars er ekki svo mikið að frétta.
Héldum nafnadag á laugardaginn s.l. , buðum ekkert allt of mörgum að koma en samt kom alveg hellingur af fólki - bara gaman.
Heiða, mamma hans Bigga, fór næstum því að gráta þegar hún heyrði hvað stelpan á að heita.
Alltaf gaman að koma fólki til að gráta - svo lengi nottla sem það er gert af gleði...
En það er mjög mikill léttir að vera búin að festa nafn við hana.
Bjarnheiður Guðrún passar ótrúlega vel við hana; hún er soddan bangsi.
Um leið og ég er búin að finna uessbé-snúruna þá set ég inn fleiri myndir á prinsessu-síðuna.

Til hamingju með afmælið Gríma!

fimmtudagur, júní 08, 2006

Snúrur

Ef ég dey ekki af völdum þess að flækja lappirnar á mér í snúrum, detta og hálsbrjóta mig eða fá raflost af snúrum þá á ég sennilega eftir að missa vitið, vefja snúrum um hausinn á mér og skjóta mig.
Af öllu mínu hjarta þá hata ég snúrur.
Það eru til ógeðslega margar snúrur á heimilinu mínu.

laugardagur, júní 03, 2006

Bjarnheiður Guðrún

...heitir daman.
Hljómar vel, ekki satt?

Bjarnheiður Guðrún Birgisdóttir