miðvikudagur, maí 10, 2006

Smá hjal

Þetta þýðir ekki lengur...
Búin að lofa aftur og aftur að skrifa um allann fjandann sem ég stend síðan aldrei við.
En nú verður breyting á!
Allavega ætla ég að byrja á einhverju...

Ég var að fara í gegnum gamlar færslur hjá sjálfri mér til að athuga hverju ég var búin að lofa að skrifa um. Eitt af því sem ég fann var um fæðinguna og því skildu.
Ókídókí, hér kemur það: ÞAÐ VAR DRULLUSÁRT!!!
Mér skilst að þetta hafi gengið mjög vel en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að þetta er sennilega sá versti sársauki sem mannslíkaminn gengur í gegnum á lifsleiðinni. Að öllum karlmönnum ólöstuðum held ég að þeir geti aldrei sett sig í þessi spor, þannig að þegar þeir byrja að röfla um hvað við (konur) séum að gera mikið úr þessu mun ég brosa og ekki segja orð, því nú veit ég betur en þeir.
Það tekur því ekki einu sinni að ræða þetta.
En þetta tók s.s. um 24 tíma. Endaði með mænudeyfingu og töngum.
En ég sá viðtal við fæðingalækni um daginn sem sagði m.a. að fæðingavegurinn hjá homo sapiens sapiens er barasta alls ekki til þess fallinn að koma krökkum út og allt verði bara í gúddí. Það eru víst undantekningatilfelli sem það geta. Fæðingavegurinn hjá okkur er víst of boginn eða eitthvað álíka.
En, mér s.s. tókst þetta og allir lifa og eru við hestaheilsu í dag.

Afkvæmið (það er enn ekki komið nafn á það...) er farið að tala hvorki meira né minna. Jú, reyndar minna. Þetta kallast víst hjal.
Þvílíkt og annað eins krúttilegt hljóð hefur bara aldrei heyrst áður í manna minnum, eða ég og Biggi stöndum allavega í þeirri trú. Erum búin að taka vídeó af því og allt! Þetta er bara æði!
Við erum farin að máta nafn á dömuna en erum samt eitthvað feimin við það.
Ganga allir foreldrar í gegnum þetta?
Við köllum hana frekar Litlu Drusluna eða Kellinguna en þessu nafni sem við erum að (reyna) máta. Kannski kemur þetta bara vonandi að sjálfu sér...

Ég er ennþá að sjá taggið RG út um allan bæ. Er að verða soldið forvitin um hver þetta sé sem stendur fyrir þessu og hvað RG stendur í rauninni fyrir.

Ég og Biggi erum að fara í enskupróf á laugardaginn (afmælisdaginn minn hint hint). Það kallast TOEFL og nýtist manni ef maður ætlar að sækja um enskumælandi háskóla út í hinum stóra heimi, en aðallega í Bandaríkjunum.
Það eru allskonar pælingar í gangi hjá okkur þessa dagana í sambandi við nám erlendis.
Ennþá eftir að taka ákvörðun um það en þetta próf er allavega byrjunin.

Í gærkvöldi sat ég fyrir framan imbakassann með sugumaskínuna á túttunni og nartaði í döðlur í rólegheitunum. Sugan var næstum því sofnuð í fanginu á mér þegar allt í einu heyrðist þetta skaðræðisvein frá henni. Og svo opnaði hún augun og fór að hágráta. Mér brá svo rosalega að ég var í meira en klukkutíma eftir á að draga andann djúpt til að jafna mig. Aumingja barninu brá auðvitað mun meira en mér og grét og grét í soldinn tíma eftir. Ekki hef ég hugmynd um hvað kom fyrir en mér grunar að hana verið að dreyma.
Nema hvað...
Í morgun gerðist þetta svo aftur; við mæðgurnar vorum að kúra upp í rúmi, báðar sofandi (held ég), þá vaknaði ég við annað svona vein frá henni og svo fór hún að hágráta og það tók mig smá tíma að ná henni aftur niður. Greyið litla. Ég skil ekkert í þessu.
Vonandi gerist þetta bara ekki aftur.

Jæja, þá er Druslan byrjuð að láta í sér heyra, nennir ekki að horfa á mig lengur fyrir framan tölvuskjáinn eins og ég hafi barasta ekkert að gera...

Smá ráðlegging að lokum:
Ekki taka B-vítamín fyrir svefn ef þið viljið sofa alla nóttina...

9 Comments:

Anonymous Sigga said...

Til hamingju með afmælið elsku Rósa mín ;*

10:40 e.h.  
Blogger RósaG. said...

oh! takk kærlega fyrir! :-*

2:33 e.h.  
Anonymous Grimslan said...

Til Hamingju med afmaelid !! Thu ert alveg buin ad na mer!!

Ekki spurning med namid. Er strax farin ad leita ad husnaedi fyrir ykkur herna i Orpington, thu getur nu ekki farid hvert sem er med litlu drusluna, Grima fraenka passar bara (i mommuleik) og thu ferd ad laera. Verd sko flott med hunda og barnavagn upp i High Elms

6:49 e.h.  
Anonymous Sigga said...

Neiiii...það er miklu skemmtilegra í Odense, mun barnvænna;)

7:59 e.h.  
Blogger RósaG. said...

Jamm, nú erum við jafn eld-gamlar... í 17 daga allavega.

Við vitum ekkert ennþá hvert við erum á leiðinni en Biggi er að horfa soldið til Edinborgar eins og er. En svo er Danaveldi líka soldið heillandi hugmynd skoh...

11:17 e.h.  
Anonymous Grimslan said...

Held Daninn se tha betri, thar er alla vega gert rad fyrir thvi ad folk eignist born.

1:50 e.h.  
Anonymous Sigga said...

Ég og Ísey vorum að spjalla saman og við komumst að þeirri niðurstöðu að við verðum greinilega að fara að velja nafn á barnið fyrst að foreldrarnir geta það ekki sjálfir! Okkur finnst "Litla druslan" ekki vera að ganga lengur;)

4:02 e.h.  
Blogger Skrudda said...

Ég held að Ísland sé eina landið sem gerir ekki ráð fyrir að fólk eignist börn a.m.k. í Evrópu. Þau mega alla vega ekki verða 9 mánaða. Eftir 8 mánuði þurfa þau helst að verða 2 ára til að samfélagið taki við þeim.

Skrítið samfélag...eða sundurfélag öllu heldur

11:38 f.h.  
Anonymous Sigga said...

var að frétta af atburði sem mun eiga sér stað 3 júní..eins gott að ég verði strax látin vita af því sem fram fer!

5:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home