þriðjudagur, maí 30, 2006

Nafn komið á sunddrottninguna

Haldiði að það sé barasta ekki búið að ákveða nafn á afkvæmið!
Svona vill þetta oft vera þegar lýðræðið er allsráðandi hjá fólki. Það verður bara ekkert að hlutunum. Sjálf aðhyllist ég einræði en þá að sjálfsögðu að því tilskyldu að ég sé sú með valdið...
En allavega...
Þá er nafnaveisla en ekki skírn. Við Biggi erum hvorug kristin en viljum samt halda í hefðina með fjölskylduhitting og kökuát.

Evróvisjón búið í ár og ég var nokkuð sátt við úrslitin. Tel að þetta sé allt Wig Wam að þakka að Finnarnir unnu þetta í ár á svona atriði. Evrópubúar fengu upphitun í fyrra.
Þetta dæmi með að senda Silvíu Nótt finnst mér bara snilld; gefa bara skít í þessa keppni og gera þetta að einu stóru djóki. Þetta er eina leiðin til að gera grín að svona keppni þar sem fáranleikinn er allsráðandi. Vandamálið er bara að það er fólk sem ekki tekur gríninu og enn aðrir sem einfaldlega fatta ekki að það sé grín í gangi.

Kosningarnar búnar og búið að mynda meirihluta í borginni.
Ég veit sossum ekki hvað mér finnst um það að það séu sömu flokkamyndanirnar í borginni og á þingi en ég veit bara að það var kominn tími til að skipta um flokk(a) við völd. Samt soldið svekkt yfir því að Oddný Sturludóttir skuli vera í "röngum" flokki þar sem hún er yfirlýstur jafnréttissinni.

Nú er dóttirin byrjuð í ungbarnasundi og er að sjálfsögðu að standa sig langbest af öllum börnunum. Var fyrst til að fara í kaf og er ekkert hrædd við hvorki sundlaugina né sturtuna; þrælvön því að fara í sturtu með pabba sínum.


Nú er mál að hætta, verð að sinna sunddrottningunni.

2 Comments:

Anonymous Gríma gleiða said...

Talaði við mömmu áðan og hún gat ekki hætt að hæla þér og litlu sunddrottningunni, hún á ekki orð yfir hvað hún er sæt og frábær og lík afa sínum.....svo eru þær sunddrottningar báðar tvær....
Alla vega. Hlakka til að heyra nafnið hennar, mamma var sko ekki viljug að uppljóstra leyndarmálinu þannig að ég bið spennt.

10:37 e.h.  
Blogger RósaG. said...

Hehe. Hún sór eið, sú fyrsta til að heyra nafnið sko ;-)

11:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home