þriðjudagur, apríl 11, 2006

Nafnleysi

Það er enn ekki búið að ákveða nafn á afkvæmið.
Ég er svona næstum því farin að hafa áhyggjur af þessu, sé ekki fyrir mér neitt nafn sem er nógu gott fyrir hana.
Við Biggi erum búin að ræða það að nefna hana bara ( ) , eins og Sigurrósaplatan hét(ekki) forðum daga.
Eða bara .is.
Svo er alltaf hægt að gera styrktarsamning við eitthvert stórfyrirtækjanna og nefna hana í höfuðið á því, eða vöru sem það framleiðir, gegn greiðlsu...
Þá endar kannski með því að hún muni heita Pepsí eða Vöxtur... aldrei að vita hvað maður tekur upp á skoh.

Ég hef eiginlega ekki mikið að segja, langaði bara að deila þessu "vandamáli" með ykkur og svo kannski sjá í leiðinni hvort það eru einhverjar hugmyndir í gangi...

(fullt að nýjum myndum inn á Prinsessu-síðunni)

8 Comments:

Blogger Gugga said...

Mér finnst ekki spurning að nefna hana Pepsi eða Coca Cola. Vertu bara viss um að fá besta verðið. Svo geturðu gert eins og konan gerði í USA að tattúvera yahoo.com á ennið á þér eða álíka til þess að hún eigi efni á því að fara í skóla eða kaupa sér hús í framtíðinni! Gangi ykkur vel að velja!

6:06 e.h.  
Blogger RósaG. said...

Biggi er með helvíti stórt enni...
Hægt að húðflúra alveg helling þar á.

6:10 e.h.  
Anonymous sigga said...

ég get ekki beðið eftir að koma nú loksins til íslands og fá að knúsa sætu frænkuna mína:) eins gott að þið haldið áfram að vera dugleg að hlaða inn myndum!! :)

8:35 e.h.  
Anonymous Maggi bróðir. said...

Þetta nafnleysi ríður nú ekki við einteyming,þarf ekki bara nafnanefd fjölskyldunnar að koma saman til fundar og ræða þetta mál og finna nafn á"Skrúlli rófu"?Ekki má lengur láta standa aðgerðarlaust að litla "Skrúlli rófan"fái nafn.Ég er til í fund hvenær sem er.KV:Maggi Bróðir

6:33 e.h.  
Anonymous Flænkasín said...

EKKI SPURNING ER MEÐ NAFNIÐ....

Sylvía Rhicardína ólína Billyetta Rambý Birgisdóttir.. Er þetta nookuð sp.lengur.

7:56 e.h.  
Blogger Gummi said...

Lofthæna! mér skilst að það sé nafn...

9:19 e.h.  
Anonymous flænkasín said...

http://www.next-art.co.uk/photoart/default.aspx


prófaðu tetta.tetta er sem eg var að segja ter fra i gær.

3:08 e.h.  
Blogger eva said...

Mér finnst hún eigi að heita Rúsínurass. Hei, ef það er hægt að heita Rassmus, ég meina... kommon.

7:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home