fimmtudagur, apríl 06, 2006

Húsverk o.fl.

Ég er múltítaskari dauðans!

Í dag er ég búin að baka fimm stykki brauð, þvo næstum öll barnafötin (þ.e.a.s. þau sem eru í notkun - ég er ekki brjáluð eins og sumir sem ég þekki og tek föt úr skápunum til að þvo...) og er á leiðinni í göngutúr með barnið í vagninum.
Talandi um barnið; ég er búin að gera þetta allt saman með það sofandi í fanginu!
Reyndar er hún í burðarpoka framan á mér. Þessi poki er algjör snilld! Takk kærlega fyrir lánið á þessari snilld Guðbjörg!

Eins og venjulega er ekkert rosalega mikið að frétta.

Ekki komið nafn á erfingjann. Hún er ekki kölluð neinu sérstöku nafni eða uppnefni svo það er allt í lagi ennþá; ekkert á leiðinni að festast eitthvað hræðilegt gælunafn á hana eins og "Dúlla" eða "Litla".
Neinei, hérna er hún kölluð Litla Druslan, Kellingin, Snúlla, Litla dýrið, Prinsessan, Dramadrottningin og eitthvað meira. Ekkert eitt af þessu er notað oftar en annað.

Óskar ofurköttur er farinn að taka hana í sátt, held ég...
Hann átti soldið erfitt til að byrja með, var ekki alveg að botna í því af hverju þetta Litla dýr var svona lengi hérna, af hverju við færum ekki með það til baka þaðan sem það kom. En svo er hann farinn að átta sig á því að þetta Dýr á líka heima hérna. Hann hefur meira að segja sýnt hegðun sem bendir til ábyrgðartifinningu; ef við höfum lagt hana frá okkur, t.d. á rúmið okkar (sem er auðvitað of stórt til að ungabarn velti sér fram úr), hefur hann lagst fyrir brúnina sem er næst henni, eins og til að passa að hún velti ekki fram af.
Svo erum við tvo ömmustóla sem hún situr stundum í (annar er með nuddi...) og yfirleitt þegar Óskar labbar fram hjá stólunum þá tékkar hann á því hvort hún er þar og ef hún er þar þá nuddar hann sér yfirleitt upp við stólinn eins og til að heilsa henni á sama hátt og hann heilsar okkur Bigga með því að strjúka sér upp við okkur.
Áður en Snúlla kom í heiminn vorum við komin með vögguna sem hún átti að sofa í. Hún stóð inn í stofu í nokkra daga og Óskar var ekki lengi að hertaka þetta fína rúm til að sofa í. Svo kom Prinsessan og átti bara að taka rúmið af honum! Hann var ekki parsáttur við þetta fyrirkomulag og var frekar móðgaður út okkur Bigga.
En núna hefur Litla dýrið ekki sofið í vöggunni soldið lengi (það bara svo hryllilega kósý að hafa hana upp í hjá okkur á nóttunni) að Óskar er farinn að fatta að rúmið "hans" stendur bara autt næstum því alltaf. Svo núna vaknaði ég í nótt og varð vitni að frekar furðulegri senu; Biggi, Litla Druslan og ég lágum sofandi uppi í hjónarúmi og Óskar ofurköttur sofandi í vöggunni við hliðina á okkur...
Ég held að það sé óhætt að segja það að þessi köttur sé svo dekraður að hann sé farinn stórlega að misskilja sitt kyn og hlutverk í veröldinni yfirleitt. En það er allt í lagi mín vegna; hann er gæludýr en ekki vinnudýr eins og hann væri sennilega ef hann byggi í sveit sem hann gerir ekki.

Ég myndi aldrei dekra svona rosalega við stóran hund! En ég myndi heldur aldrei fá mér stóran hund nema ég myndi búa í sveit eða mjög stóru húsi og væri ekki að vinna og hefði nægan tíma til að sinna honum.

En annars er allt eins og best verður á kosið.
Litla dafnar vel og allt bendir til þess að hún verði löng og grönn, miðað við hlutföllin á henni í dag.
Sylvía og co. eru flutt heim svo ég get hitt hana þegar mig langar til, sem er nottla frábært!
Ég er alveg í skýjunum yfir þessum flutningum og veit að þau eru það líka.

Well! ætla hætta núna; er að pikka með annarri sjáiði til...

8 Comments:

Blogger Gugga said...

Ég trúi ekki að þið kallið litlu dúlluna ykkar litlu drusluna!!!hahaha!!!

7:59 e.h.  
Anonymous sigga said...

skemmtileg saga að segja henni frá þegar hún verður orðin eldri, að hún hafi verið kölluð litla druslan! heyrðu nú líka að loðhaus væri vinsælt;)

8:14 e.h.  
Anonymous rósag said...

og Loðbolla

1:43 e.h.  
Anonymous Grimslan said...

Litla Druslan er brilliant nafn. Mamma sagdi samt ad pabbi thinn gaeti nu ekki samthykkt thad, hann hlyti ad kalla hana prinsessuna. Thegar Mani faeddist urdum vid ad fa staerra rum thvi kotturinn svaf til fota, hundurinn upp a hofdinu a mer, Mani a milli okkar og Steinros einhversstadar lika..... Vaggan er ad sjalfsogdu bara thangad til thid faid staerra rum!!

6:54 e.h.  
Anonymous Maggi Bróðir said...

Hvað með að kalla hana brosvipruna?

6:54 e.h.  
Blogger eva said...

Þú átt sætasta krakka í heimi! Krakkarnir mínir eru sko bara LJÓTIR í samanburði! ;)

7:11 e.h.  
Blogger Gummi said...

ég ætla að vona að krakkarnir þínir lesi ekki þessa síðu... :)

9:17 e.h.  
Anonymous Grimslan said...

Oskar ofurkottur er hetja. Sja hvad hann er godur vid "litlu drusluna".....
Leyfir henni ad sofa a milli ykkar og allt, passar ad hun detti ekki frammur....

Eg var ad setja inn nyjar myndir a lodstulkur.

10:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home