föstudagur, mars 24, 2006

Mjólkurpóstur

Bara rétt að kíkja á ykkur, elshkurnar mínar (þetta "há" á að vera þarna).

Það er nottla sorglega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Ég er auðvitað að skemmta mér konunglega en það er ekki frá miklu að segja... þið skiljið. Það væri bara hundleiðilegt að lesa "hún brosti svo fallega í dag" eða "vá! búin að skipta fimm sinnum um bleyju á síðustu tveimur tímunum".
Mér myndi allavega finnast það frekar óspennandi að lesa solleis hjá öðrum.

En við erum búin að fá vagn svo við mæðgurnar förum hvern einasta dag í göngutúr. Þvílíkur munur! Að komast út ef maður vill, úff hvað það er yndislegt.

En ég er að pikka með annarri og það tekur svo langan tíma, ég er varla að nenna meiru núna.
Það eru komnar nýjar myndir inn á netið af erfingjanum, endilega kíkið!

1 Comments:

Anonymous Grimslan said...

Bleyjuskipti og bros eru vist spennandi. Vertu nu god og settu lodstulkulinkinn inn a hja ther. Eg kemst ekki inn a bloggid mitt, er ekki alveg ad fatta tolvuna mina.

1:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home