fimmtudagur, mars 30, 2006

Af hverju ekki...?

In a Past Life...
You Were: A Banished Herbalist.
Where You Lived: Saudi Arabia.
How You Died: Consumption.
Who Were You In a Past Life?


Svo tók ég líka sama próf og Guðbjörg og fékk sömu útkomu og hún.
Annars held ég að það sé lítið að marka þessi próf, en það er gaman að þessu (finnst mér allavega).

föstudagur, mars 24, 2006

Mjólkurpóstur

Bara rétt að kíkja á ykkur, elshkurnar mínar (þetta "há" á að vera þarna).

Það er nottla sorglega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Ég er auðvitað að skemmta mér konunglega en það er ekki frá miklu að segja... þið skiljið. Það væri bara hundleiðilegt að lesa "hún brosti svo fallega í dag" eða "vá! búin að skipta fimm sinnum um bleyju á síðustu tveimur tímunum".
Mér myndi allavega finnast það frekar óspennandi að lesa solleis hjá öðrum.

En við erum búin að fá vagn svo við mæðgurnar förum hvern einasta dag í göngutúr. Þvílíkur munur! Að komast út ef maður vill, úff hvað það er yndislegt.

En ég er að pikka með annarri og það tekur svo langan tíma, ég er varla að nenna meiru núna.
Það eru komnar nýjar myndir inn á netið af erfingjanum, endilega kíkið!

mánudagur, mars 13, 2006

Jájájájá...

Þetta fer allt að koma.
Endilega skoðið myndirnar af afkvæminu í millitíðinni.
Svo var ég líka að setja inn tvo nýja linka; Siggu og Gumma í Danaveldi (Sigga er ss. systir hans Bigga og Gummi kærastinn hennar). Bæði mjög skemmtilegar síður.

Það gerðist soldið duló hérna áðan...
Ég fór inn í forstofuna til að ná í Fréttablaðið og hvað haldiði að hafi verið þar?
Pakki!!! Í voða fallegum pappír sem innihélt náttföt handa erfingjanum!!!
Ég er algjörlega forviða. Þessi pakki var ómerktur með öllu svo ég hef enga hugmynd um hver er svona gjafmildur...

Jæja! Fyrrnefndur erfingi, sem á mánaðarafmæli í dag, er alveg að ærast yfir afskiptaleysinu svo ég verð að bæta mig í hlutverkinu og fara að sinna henni.

Öntill leiter ðen...

fimmtudagur, mars 02, 2006

Halló heimur!

Við erum öll enn á lífi og allt það.
Ég er búin að vera haldin bloggleti dauðans undanfarnar vikur en lofa því að fara gera eitthvað í þessu.
Akkúrat núna er ég að pikka á lyklaborðið með annari hendinni og held um brjóstasuguna með hinni. Prinsessan er s.s. bókstaflega á brjóstinu á mér á meðan ég er að reyna mundast við skrif. Þetta er ekki alveg að virka...
En það er nottla frá svo ótal mörgu að segja svo ég verð að vera dugleg að skrifa næstu dagana.
Í millitíðinni set ég link á myndasíðu litlu dömunnar hér við hliðina. Það koma reglulega inn nýjar myndir.
Þar til næst...