laugardagur, desember 10, 2005

Bumbumyndir

Þessi mynd var tekin áðan. Í dag er ég komin einhversstaðar á milli 32 og 33 vikur á leið. Það eru allavega minna en tveir mánuðir í got samkvæmt útreikningum. Svo er verið að hóta því að setja mig eitthvað fyrr af stað svo það gæti verið enn styttra í að daman komi. Kemur í ljós.
Þessi mynd var tekin þegar ég var komin ca. fimm og hálfan mánuð á leið, eða 25 vikur give or take. Smá munur, ekkert eins rosalegur og ég hélt samt. Mér líður yfirleitt eins og strönduðum hval eða skjaldböku...
Stundum er þetta allt í lagi, bara hjúds magi sem hreyfist rosalega mikið.
En ég hef alveg sloppið við bæði grindagliðnun og slit, hingað til allavega
7 - 9 - 13 !!!!!!

miðvikudagur, desember 07, 2005

Á lífi

Vildi bara láta vita að ég væri á lifi og allt solleis.
Er bara haldin einhverri ritstíflu og bíð eftir að það gangi yfir.

Það var verið að benda mér á að setja bumbumynd á síðuna...
Geri kannski eitthvað í því á næstu dögum. Maður er nú orðinn heldur stór skoh!