þriðjudagur, nóvember 22, 2005

RG

Í nokkrar vikur er ég búin að sjá "taggið" RG út um allan bæ, og þá meina ég ALLAN bæ.
Þetta er allsstaðar; á strætóskýlum, götuskiltum (af öllum stærðum og gerðum), rafmagnskössum, húsum, veggjum, ljósastaurum, götuljósum, vörubílum, grindverkum, o.s.frv.o.s.frv.
Svo hef ég alltaf staðið í þeirri meiningu að "taggarar" eigni sér svæði með því einmitt að krota taggið sitt innan þess, svona til að afmarka það. En þessi ágæti RG-taggari á greinilega MJÖG stórt svæði ef þetta er rétt sem ég held. Ég er búin að sjá þetta alveg jafnt í Vesturbænum og Grafarvogi eða Kópavogi. Hann er kannski bara eini taggarinn sem er eftir.

Nú er ég farin að hljóma eins og ég sé eitthvað voða inn í þessum taggara- og graffaraheimi. Hehehe, ónei, það er ég sko ekki og hef aldrei verið. Ég kem bara, eins og margir vita, út gettóinu á Íslandi; Breiðholtinu. Þar kynnist maður svona lingói og reglum. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf tekið eftir töggum. Ætli það sé ekki vegna þess að það voru ósjálfráð viðbrögð hjá manni í den að ef maður var ekki í sínu eigin hverfi var betra að vita hvort það hefði orðið "valdaskipting" innan hverfisins sem maður vissi ekki um. Ekki það að það hefði skipt mann neinu höfuð máli ef svo hefði verið en það var bara alltaf betra að vera viss. Sumt fólk er nottla bara galið að upplagi og aldrei að vita hverju það tekur upp á... Sumir tóku þetta meira alvarlega en aðrir.

En ástæðan fyrir því að ég er að tala sérstaklega um þetta tagg er að sjálfsögðu augljós, ekki satt?
Rósa G.... RG... mínir upphafsstafir.
Og neibbs, ég er ekki þessi taggari ;-)

Fór á White Stripes um daginn.
Þau voru bara nokkuð góð, systkynin. (Reyndar skilst mér að þau séu svo ekkert systkyni eftir allt saman, þetta sé bara sölubrella).
Það kom smá tæknivesen upp á um miðbikið en þau náðu að redda sér fínt út úr því þótt það náði að stressa mig soldið. En ég hef nú aldrei stúderað þennan dúett neitt sérstaklega en finnst þau alveg fín og það er alltaf gaman að fara á tónleika.

2 Comments:

Anonymous Grímslan said...

já það er nú gott að hafa fólk í vinnu við að merkja sér svæðin!!

9:03 e.h.  
Blogger RósaG. said...

Hehe, já það er gaman að þessu. En það er samt örugglega tímaspursmál hvenær þetta verður fjarlægt. Um að gera að "njóta" þess...

1:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home