föstudagur, nóvember 04, 2005

Helvítis feministar!

Góðan daginn!!!
Það er orðið rooosalega langt síðan ég skrifaði orð hér inni.
Þetta er bara ekki lengur afsakanlegt.
Ég hef enga afsökun svo við skulum ekkert fara út í það...

Það sem svona helst brennur á mér þessa dagana eru "blessaðir" feministarnir.
Alveg er þetta lið að taka mig á taugum, ég veit bara ekki hvað ég ætti að byrja.
Ok! Kvenna"frí"dagurinn!!! Hvað er málið með það? Ég stóð í þeirri meiningu að ég væri í verkfalli, ekki í fríi!!!
Bara það hvað þessi, annars mjög merkilegi, dagur er kallaður er eitt mál.
Annað mál er hvað hann stendur fyrir. Launamismun kynjanna. Auðvitað á ekki að vera mismunur á launum bundinn kynferði! En kalda staðreyndin er sú að þessi mismunur er búinn að eiga sér stað í mörgmörgmörg ár!!!
Nú er ég ALLS EKKI að segja að það réttlæti mismuninn í dag, ekki misskilja mig. Ég er bara að segja að það er eðlilegt að mörghundruð ára "hefð" verði ekki breytt á tveimur árum. Jafnvel ekki þrjátíu árum! Það er annað mál sem ég nenni ekki alveg að fara út í akkúrat núna en málið er þetta:
Konur eiga ekki að fá launahækkanir VEGNA þess að þær eru konur!!! Það er þetta sem fer mest af öllu í taugarnar á mér í sambandi við þessa feminista og hvernig þeir vilja fá "réttlætinu" framgengt!
Hafa feministarnir eitthvað leitt hugann að því að munurinn á launum hjá láglaunafólki er ekki mikill, varla nokkur?
Það er ekki fyrr en menntunarstigið fer hækkandi sem launamunurinn fylgir þar að. Því meira sem fólk er menntað (og er þá að starfa við það sem það er búið að mennta sig í), því meiri munur... Af hverju skildi þetta stafa? Hafa feministarnir spurt sig að þessu?
Þetta stafar af því að þegar fólk þarf að semja sjálft um launin sín, eru karlarnir bara harðari í horn að taka. Sorry! Það er leiðinlegt að segja þetta, en svona virðist þetta samt sem áður vera. Svar feministanna við þessu er; "það á að afnema launaleynd". Fuck that! Af hverju má fólk ekki halda sínum launaseðli út af fyrir sig ef það kýs að gera það? Ég kýs að vera ekkert að segja öllum frá mínum launum. Ekki af því ég hef eitthvað að fela, heldur bara mér finnst það ekkert koma öllum við hvað ég hef í laun. Ekkert frekar en ég kæri mig um að vita hvað fólk í kringum mig hefur í tekjur. Það er bara þeirra mál!
Ástæðan fyrir því að feministarnir vilja láta afnema launaleynd er bara til að það sé auðveldara fyrir konur að semja um launin sín. Þá vita þær við hvað þær eiga að miða.
Þetta finnst feministum bara fullkomlega eðlilegt; breyta bara öllu umhverfinu til að gefa konum kost á að fóta sig betur í atvinnulífinu.
Sér enginn mótsögnina í þessu???

Halló!

Er þetta ekki bara til að búa til fórnalömb úr konum.?
"Kommon strákar! Við viljum fá að vera með, en þið verðið að leyfa okkur það með því að aðlaga allar leikreglur eftir því sem gerir okkur auðveldara fyrir í þessum harða heimi. Við viljum alveg vera með en þetta er bara svo erfitt... Hjálpið okkur!"
"Okkar tími er kominn!"
Djöfulli fer þetta væl í taugarnar á mér!
Svo eru feministarnir líka að röfla yfir því að það skuli ekki vera nógu margar konur í stjórnum fyrirtækja, í stjórnmálum o.s.frv.o.s.frv.
Hvernig á að breyta þessu? Á að "gefa" konum einhverjar svaka stöður innan þjóðfélagsins eða fyrirtækja bara vegna þess að þær eru konur? Ekki vegna þess að þær hafa unnið sér það inn eða hafa sóst eftir því á öðrum forsendum en að vera kona?
Og hvað með stjórnmálin? Eru jafn margar konur og karlar sem yfir höfuð sækjast í þann vettvang? Ef svo er, þá spyr ég að þessu:
Eru ekki konur með kosningarétt? Af hverju kjósa þær ekki konur inn á þing?
Það er alltaf verið að þvæla þetta með hlutfallið á milli karla og kvenna inni á þingi. Dettur engum í hug að það eru kannski aðrar, eðlilegri, ástæður fyrir því að það séu færri konur en karlar þar inni?
Kannski bara að þær eru ekki í jafn miklum mæli og karlar að sækjast eftir því? Og svo eru þær kannski bara ekki að fá góða kosningu þegar uppi er staðið.
Og hver er helmingur kjósenda?

Nú megið þið alls ekki fara halda að sé eitthvað karlrembusvín.
Ég er bara jafnréttissinni.
Það síðasta sem ég vil í heiminum er að fá einhverja "ölmusu" frá karlmönnum af því "greyið ég" er kona.
Ég er ég og þarf ekkert að haga mér samkvæmt kyni. Ef ég vinn mér eitthvað inn á ég skilið að fá launin fyrir það. Ég vil ekki fá launin mín í áskrift, sama í hvað formi "laun" eru.
Ég er kona út í fingurgóma en ég vil ekki fá verðlaun fyrir það að vera kona.
Ég stend karlmönnum fullkomlega jafnfætis og haga mér samkvæmt því.
Ef það fer fyrir brjóstið á einhverjum, er það þeirra mál.
En, plííís, ekki gefa mér eitthvað bara af því ég er kona!

2 Comments:

Blogger eva said...

Heyr heyr!!

10:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

góður punktur hjá þér, áfram jafnréttið.

9:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home