föstudagur, október 07, 2005

Helgin að koma

Hjúkkitt mar!!!

Ég er búin að vera bíða síðan á mánudaginn eftir því að þessi dagur muni láta kræla á sér, þ.e. föstudagurinn.
Nú verður sko ekkert gert alla helgina. Held meira að segja að athöfnin "að slappa af" verði of orkufrekt, held ég ætli ekki að reyna að ná því. Sé fyrir mér 48 klukkutíma liggjandi lárétt (hvernig öðruvísi sossum...?) annaðhvort í sófanum eða bara bælinu og gera ekki neitt. Ekki lesa, ekki sofa, ekki tala, ekkiekkiekki... Bara stara upp í loftið. Það er það allra mesta sem ég ætla að leggja á mig.

Draumórar, draumórar...
Sé til hvort hægt verði að láta verða af þessu, það er nottla allt annað mál.

Maður verður sko grasekkja á sunnudaginn. Biggi bara að fara til landins sem er nýfundið og verður þar í allavega viku.
Muhuhuhuhu!

1 Comments:

Blogger Skrudda said...

Hvað er Biggi að fara að gera þar?!
Berti er forvitinn...annars ætlaði ég að spyrja þig hvort þú vildir fá vögguna mína að láni? Annars ætla ég að pakka henni upp á loft bara fyrir næsta.

7:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home