þriðjudagur, október 11, 2005

Ekki fjarri lagi...

How You Life Your Life

You are honest and direct. You tell it like it is.
You're laid back and chill, but sometimes you care too much about what others think.
You tend to have one best friend you hang with, as opposed to many aquaintences.
You have one big dream in your life, and you never lose sight of it.

föstudagur, október 07, 2005

Helgin að koma

Hjúkkitt mar!!!

Ég er búin að vera bíða síðan á mánudaginn eftir því að þessi dagur muni láta kræla á sér, þ.e. föstudagurinn.
Nú verður sko ekkert gert alla helgina. Held meira að segja að athöfnin "að slappa af" verði of orkufrekt, held ég ætli ekki að reyna að ná því. Sé fyrir mér 48 klukkutíma liggjandi lárétt (hvernig öðruvísi sossum...?) annaðhvort í sófanum eða bara bælinu og gera ekki neitt. Ekki lesa, ekki sofa, ekki tala, ekkiekkiekki... Bara stara upp í loftið. Það er það allra mesta sem ég ætla að leggja á mig.

Draumórar, draumórar...
Sé til hvort hægt verði að láta verða af þessu, það er nottla allt annað mál.

Maður verður sko grasekkja á sunnudaginn. Biggi bara að fara til landins sem er nýfundið og verður þar í allavega viku.
Muhuhuhuhu!

miðvikudagur, október 05, 2005

Uppeldisnámskeið

Heyrði áðan í viðtali við umboðsmann barna á Íslandi:
"Fólk er virkilega að greiða stórar upphæðir til að fara með hvolpana sína á námskeið, námskeið svo fólkið verði betur í stakk búið til að ala upp hundinn sinn. Svo á sama fólkið kannski nokkur börn, dettur einhverjum í hug að fara á námskeið til að ala upp börnin sín? Af hverju ekki?"

VÁ!!! Hvað ég er sammála þessu!
Hef verið að tala um þetta í mörg ár:
Af hverju er það svona sjálfsagt að allir hafi eitthvað "brjóstvit" og viti hvað er börnunum sínum fyrir bestu, hvernig er best að takast á við hin ýmsustu vandamál o.þ.h. sem koma upp í uppeldi? Ef það væri svona sjálfsagt, af hverju eru þá svona margir að fara á taugum yfir því hvað börnin þeirra eru óhlýðin, frek og bara yfir höfuð óferjandi?
Þið verðið bara að fyrirgefa, en ég stend fastar á því en fótunum að meirihluti þeirra barna sem er verið að greina með ofvirkni og athyglisbrest eru bara frek!
Ég fer ekki ofan af þessu.
Og það sem meira er; meirihluti foreldra þeirra barna sem hafa fengið þessa greiningu vita það innst inni að það er ekkert að börnunum; þau þurfa í raun og veru ekki að vera á lyfjum, þurfa bara meiri athygli, aga og tíma frá foreldrunum.
Það væri gaman að sjá hvað margir myndu sækja námskeið í barnauppeldi ef slíkt væri á boðstólnum.

Nú kunna sumir að spyrja: Hvað með það fagfólk sem greinir börnin með ofvirkni og/eða athyglisbrest; eru þau alltaf að gera vitleysur?
Svarið mitt er einfaldlega: JÁ! Í laaangflestum tilfellum er það einmitt málið! So sorry, ef sumum finnst þetta full harkalegt. Málið er bara að það er fullharkalegt líka, finnst mér, að greina börn með alvarlegan sjúkdóm (þetta er sjúkdómur, ef það er eitthvað að vefjast fyrir fólki) og dæla lyfjum í þau ef þau svo þurfa ekki á því að halda.
Ég veit hvernig þessi próf eru gerð á börnum; eftir örfáa tíma með barnasálfræðingi (sem reynir í fæstum tilvikum að kynnast barninu eitthvað af viti vegna þess að það er ekki tími til þess, Menntamálaráðuneytið borgar sálfræðingnum bara fyrir vist marga tíma, hann er ekki í sjálfboðavinnu-skiljanlega) eru foreldrar kallaðir til og látnir fylla út spurningalista sem spannar um 100 spurningar um hegðun barnsins dagsdaglega. Svo er barnið greint út frá hvernig foreldrið upplifir hegðun síns barns, hvernig það túlkar hin ýmsu "vandamál" sem barnið á við að etja.

Nú vill svo til að ég þekki persónlega eitt dæmi þar sem foreldrarnir eru ekki saman og hafa ekki verið það frá því barnið var pínkulítið. Þeir (foreldrarnir) voru báðir látnir fylla út þennann fyrrnefnda spurningalista og eftir útkomunni að dæma var eitt að barninu þegar farið var yfir svör föðursins og allt annað var að þegar farið var yfir svör móðurinnar. Og hver var svo lausnin á því? Það var bara bæði að barninu! Og auðvitað átti að fara dæla í það einhverjum lyfjakokteili til að "laga" barnið að öllum þessum kvillum og göllum. Sem betur fer fékk mamman nóg og tók ekki í mál að fara dæla lyfjum í krakkann heldur ákvað að prófa aðrar leiðir í uppeldinu; sem virðist vera að virka! Að sjálfsögðu!

En nú má alls ekki fara misskilja mig og halda að ég sé að segja að það sé aldrei neitt að börnum, bara foreldrum. Alls ekki!
Það eru alveg mörg börn sem eru virkilega veik og þurfa aðstoð við það og því miður fattast það oft mjög seint vegna þess að einmitt foreldrarnir eru í afneitum um að það sé eitthvað annað en frekja að barninu.
Eins og með allt, er að sjálfsögðu ekki hægt að alhæfa um þetta.

Annað:
Ég er byrjuð í meðgöngujóga, jibbýkæjey!
Fór í fyrsta tímann í gær og hef verið að drepast í hægri mjöðminni síðan...

mánudagur, október 03, 2005

Bliiissuð!!!

Hérna er myndin sem ég var búin að lofa.
Finnstykkurúniggigóð???!!! Það er alveg hægt að sjá að hún er að blikka "myndavélina".
Og svo er nebbi og munnur og svaka bumba ogogogogog...
En þetta er nottla mynd af mynd, þannig gæðin eru eftir því.
Geri kannski aðra tilraun seinna við að fá betri mynd út úr þessu.

Annars er ég búin að vera voða löt við að blogga upp á síðkastið, veit alveg upp á mig sökina.
Verð að fara hrista af mér slenið. Hristhrist.

Skjaldbakan Dollý,
óver and át!