þriðjudagur, september 27, 2005

Komin heim frá Ítalíu

Jæja! Komin, lent!

Þetta var nú aldeilis fín ferð. Labbaði og labbaði og labbaði. Ímyndið ykkur Smáralind. Ok!
Margfaldið nú Smáralindina með 25. Ok. Kannski eruð þið að ná stærðinni á sýningarhöllinni í Mílanó núna... Hún er bloddý hjúds! Ég fer ekki aftur á svona sýningu nema að vera búin að stunda eróbikk eða eitthvað þannig í nokkra mánuði á undan og ALLS ekki ólétt, takk fyrir!
Ji minn eini! Ég virkilega hélt að ég væri búin að fá varanlegan skaða í fæturnar á hverjum degi og grindagliðnunin væri komin. Á hverju kvöldi þurfti ég að bera mentólkrem á fæturnar og haltra það sem eftir var af kvöldinu. Sat síðan á veitingastöðum í Mílanó angandi af mentóli, sætt!
En þetta er rosalega flott borg að mörgu leiti. Skoðaði götu sem er búið að yfirbyggja með ótrúlega flottu hvolfþaki úr gulli og öðrum dýrindis eðalmálmum. Í þessari götu eru öll stærstu tískumerkin í heiminum með verslanir sínar; Versage, D&C, Prada, Ralph Lauren o.s.frv. o.s.frv.
Komst að því að Buberry er ekki nógu fínt; það er allavega ekki með verslun við þessa götu og er ekki næstum því jafndýr og allar hinar merkjabúðirnar. Ég sá stuttermabol í glugganum í Prada-búðinni sem kostaði 320 evrur. Á genginu í dag (sem er mjög hagstætt krónunni) myndi það vera svo mikið sem 24.960,- ísl.krónur takkfyrirtakk! Þessi bolur kostaði ekki baun miðað við margt annað; sá bakpoka í Lúí Vitton-búðinni sem kostaði rétt tæpar 1.900 evrur!!! (sem myndi gera 148.200,- ísl.krónur). Úúúíííhhh!!! er enn að svitna yfir öllu glamúrinu. Ristarnar á niðurföllunum á þessari götu voru gullhúðaðar...
Það skortir ekki hundaskítinn í Mílanó-borg. Það eru ótrúlega margir hundar í borginni og fólk er sko ekkert að stressa sig á því að þrífa upp eftir þá. Allsstaðar er hundaskítur; á gangstéttum, umferðareyjum og í öllum görðum og svo mætti lengi telja. Enda er lyktin eftir því... í hita og raka er þetta frekar ógeðfellt, svo ég orði það pent. Svo míga þessir hundar nottla út um allt! Allsstaðar eru taumar eftir hlandið; utan í blómapottum, ljósastaurum, bíldekkjum og svo mætti aftur lengi telja.
Og svo er ekki hægt að sleppa því að minnast á umferðar-ó-menninguna!!! Vá, hvað það var ótrúleg lífsreynsla ein og sér að vera í bíl á götum Mílanó-borgar. Í fyrsta lagi eru "umferðareglur" bara til viðmiðunar hjá Ítölunum. Maður má þakka fyrir að þeir virði umferðarljós, en það er líka það eina sem þeir virða. Gangandi vegfarendur eru ekki í sérstökum rétti þarna svo dæmi sé tekið. Það er svona "dog eat dog" lögmál í gangi í umferðinni. Hver verður að redda sér sjálfur og sá sem er frekastur kemst fyrstur í gegnum öngþveitið hverju sinni. Gallinn er bara sá að það eru allir álíka frekir þannig það er alltaf allt stopp og enginn gefur eftir. Svo liggja bara allir á flautunni og blóta öllu og öllum í kringum sig en það dettur ekki nokkrum manni í hug að gefa aðeins eftir til að fá hlutina til að ganga aðeins greiðlegar. Ótrúlegur andskoti!
Man ekki eftir neinu meira til að segja frá í bili í sambandi við þessa ferð. Tú bí kontínjúd.

Ég skulda alltaf þessar fimm staðreyndir um mig, Gríma búin að klukka mig líka. Ég spyr þá eins og Skrudda; skulda ég þá nokkuð tíu staðreyndir. Sorry! Nenni því ekki, en hér koma fimm stk.:

1. "Ég verð að drífa mig, ég er að verða of sein!" er setning sem ég fæ tækifæri á hverjum degi til að nota, a.m.k. 5 sinnum á dag...
2. "Ég verð að drífa mig, ég er orðin of sein!" er setning sem ég nota líka á hverjum degi, örugglega álíka oft og nr.1.
3. Ég bindist bílunum mínum alvöru tilfinningaböndum og hef virkilega farið að gráta þegar ég hef þurft að skilja einn bílinn eftir uppi á Vöku eftir að hann var keyrður í spað af hálvita sem var kærulaus í umferðinni...
4. Allir mínir bílar hafa átt nöfn og það er það fyrsta sem ég geri þegar ég fæ mér bíl; nefni hann/hana...
5. Það kemur lítil RósuogBiggadóttir í heiminn í byrjun febrúar 2006...

mánudagur, september 19, 2005

I'm a duck!

Italiano beibý!
Jamm og já, þá er maður að fara til Mílanó á morgun, JESS!
Þrátt fyrir að fá bara einn dag fyrir mig sjálfa, er ég bara að verða spennt yfir þessari ferð.
Hef ekkert verið að tapa mér sossum hingað til, en það hefur nú líka verið svo mikið að gera hjá mér undanfarið að það er kannski ekkert skrítið.

Ég verð að vera soldið leiðinleg og segja að ég hreinlega nenni engan veginn að segja frá öllu sem á daga mína hefur drifið upp á síðkastið... ekkert það skemmtilegt né merkilegt sko, þannig ég ætla ekkert að vera íþyngja fólki með svo leiðinlegri lesningu.

Eva klukkaði mig um daginn og ég skulda því fimm staðreyndir um sjálfa mig. Trúið mér! Ég hef verið að hugsa og hugsa um hvað ég get sagt um mig sjálfa og það er ekkert að ganga allt of vel, úff!!! Held að ég sé að fá heimskuna margumtöluðu...
En ég er búin að ákveða að halda bara áfram að skulda þessar staðreyndir, verð bara að fá að hugsa þetta í friði.

Já!!!
Við fórum áðan í sónar, diririririririri!!!
Fengum að vita kynið...
Er að spá í að halda því fyrir sjálfa mig í nokkra daga í viðbót, en endilega giskið (þ.e.a.s. þið sem ekki vitið, hin endilega þegja bara).

Svo heyrði ég ótrúlega góðan frasa um daginn í hinni stórgóðu kvikmynd
24 Hour Party People:
"I say; stick to what you're good at, exept if you're a duck; then you can explore your options"

Jæja! Þá er ég farin bara og sé ykkur næst í næstu viku.
Ciao!!!

RobbamyndVar að gramsa í myndunum mínum í tölvunni og rakst á þessa fínu mynd af honum Róberti mínum. Svo vorum við Biggi að koma úr sónar og ég er eitthvað að bögglast við að setja inn eina af sónarmyndunum en það virðist eitthvað ætla að verða erfitt... einhver mótþrói í gangi hjá tækninni.

Látum elskuna hann Róbert Makkaróní nægja í bili.

mánudagur, september 12, 2005

Bagemæster dauðans...

...það er ég!

Ég veit að það er langt síðan ég skrifaði síðast en ég hef solid afsökun núna í þetta skiptið:
Búin að vera baka og undirbúa nítíu manna veislu sem var haldin núna um helgina.
Var í sirka þrjá daga að baka og svo tók veislan sjálf að sjálfsögðu heilan dag svo þetta er búið að vera dágóð törn. Já, nota bene! Þetta var ekki verkefni sem ég tók að mér fyrir peninga heldur var þetta fertugsafmæli hjá bróður mínum...
En þetta er búið núna. Sem betur fer!

Af þessum sökum er ekki mikið að frétta. Allavega man ég ekki eftir neinu markverðu eins og er.
Skrifa kannski eitthvað meira á morgun bara, vildi bara aðeins láta heyrast í mér.
Ciao beibs.

þriðjudagur, september 06, 2005

Andalaug

Ég fékk svo ótrúlega skemmtilegt sms frá Sylvíu & co. í morgun. Þau eru s.s. stödd á Spáni þessa dagana vegna stórafmælisins hans Rikka. Tóku svaka villu að láni og eru að hafa það rosalega gott. En sms-ið hljómaði orðrétt svona: "Vid erum í vandrædum í útlöndum, endurnar hafa tekið yfir sundlaugina. Búnar ad kúka og allt. Tetta er mamma og 9 ungar".
Ég lagðist næstum yfir ristaða brauðið mitt í hláturskasti yfir þessu og þá kom annað sms: "Svaka rescue mission í gangi, ungarnir komust ekki úr lauginni, vid turftum ad hjálpa teim. Tókum myndir og sendum þegar vid getum".
Nídless tú sei þá set ég þessar myndir hér inn þegar þau senda mér þær.

Jamm og jæja. Eins og ég hef minnst á þá er ég á leiðinni til hátískuborgarinnar Mílanó. Fer eftir tvær vikur og verð bara í fimm daga. Þrír af þessum fimm dögum fara í vinnu og einn dagur fer í ferðalög (endalaust langar millilendingar bæði fram og til baka). Þetta gefur mér þá, ef reiknissnilld mín svíkur mig ekki, einn dag til að versla - í Mílanó! Úff! og ég sem þoli ekki að versla og á enga peninga er að svitna yfir þessum litla tíma sem ég fæ til að versla og eyða peningum. Weird!
Og það sem meira er; við förum í sónar daginn áður en ég fer út til að sjá kynið (og nottla til að sjá hvort það sé ekki allt í order svona yfirleitt). Þá veit hvort ég á að versla föt á geimveruna í bleiku eða bláu hjá Versace og Dolce&Cabana... NOT!!! Held ég eyði frekar peningunum í hár- og snyrtivörur og ítalskan ís. Ójá, það er minn tebolli, eða þannig séð.

Held ég sé að fara í næstu viku að skoða labrador-hvolpana. Tek að sjálfsögðu myndir og set inn.

JÁ!!!
Franz Ferdinand tónleikarnir voru gargandi snilld!!!
Íris ákvað á síðustu stundu að skella sér með mér og ég held að hún sjái sko ekki eftir því.
Þetta var brilliant og þessir tónleikar eru búnir að fá þvílíkt góða dóma í blöðunum; flestir sammála mér í því að þetta voru sennilegast bestu tónleikar sumarsins.
Svo fórum við Íris beinustu leið niðrá Grand Rokk þar sem Potentiam voru að spila. Það var að sjálfsögðu svaka stuð líka. En ég þurfti að skutla Írisi heim um leið og þeir voru búnir að ljúka sér af, þar sem hún hafði fengið sér sæti alveg upp við stærsta bassaboxið á svæðinu og var þ.a.l. komin með vott af heilhristing í lok kvöldsins. Ekki kannski vögguvísur sem þessir gaurar eru að spila...
En þetta var svaka skemmtilegt kvöld.

Nú er skólafílingurinn að ná mér bigtæm.
Þetta gerist næstum því á hverju hausti þegar skólarnir byrja; þá langar mig svo rosalega að fara í skóla, fara læra eitthvað skemmtilegt og gera eitthvað af viti við lífið. Málið með mig er að ég skipti um skoðun á að meðlatali mánaða-fresti í sambandi við hvað mig langar að læra. Mér hefur dottið í hug að fara í félagsfræði, félagsmálafræði, líffræði, fjölmiðlafræði, lækninn, sálfræði, kennarann o.s.frv.o.s.frv. Eins og er er lögfræðin það sem blivar hjá mér. En það er í deiglunni hjá mér að fara byrja bara á þessu og svo að ákveða hvað ég vilji gera í framtíðinni. Öðruvísi held ég að það gangi ekki. Ekki í mínu tilfelli a.m.k. Get endalaust verið að skipta um skoðun og nota svo óákveðni sem afsökun fyrir að byrja aldrei... þetta gengur nottla ekki. Verð bara að taka sjálfa mig upp á hnakkadrambinu og gera eitthvað af viti.
Koma svoh!

fimmtudagur, september 01, 2005

Djöfulsins...

... spam-póstar eru þetta!!!
Þoli ekki svona! Um leið að það koma nokkur orð á ensku byrjar ballið.
Þetta helvítis lið dítektar öll orð í færslunum hjá manni og senda þá auglýsingapósta um leið á orð sem þau ríleita í. Grrr.

S.O.S.
ÆTLAR EINHVER SEM ÉG ÞEKKI Á FRANZ FERDINAND-TÓNLEIKANA?????

Ef einhver ætlar að koma með mér er ég til að bjóða upp á áframhaldandi tónleikastand seinna um kvöldið.
Á Grand rokk kl.23:00 byrja aðrir tónleikar. Þá með Stillbirth, Sólstöfum, Brain Police og POTENTIAM - aðal- bandinu c",)