fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Ljóska - aftur

Ég er orðin blondína! Aftur!
(Sjitt! Ég er að átta mig á því á meðan ég sit hérna og skrifa þessa setningu að í síðustu færslu var ég að rausa um hversu utangátta ég er... Talandi um ljósku dauðans!)

En allavega...
Frá því minn heittelskaði vinur og hárgreiðslumeistari, Róbert Makkaróní (hann heitir ekki Makkaróní í alvörunni, þetta er djók frá því við vorum lítil og hann gat ekki borið fram útlenska nafnið sitt sem er Róbert Michael O'Neill, það varð að Makkaróní), fluttist til Portúgals til að tæla dökka, sæta stráka, hef ég verið á vergangi hvað hárið á mér varðar.
Ég á í mjög miklum erfiðleikum með leyfa öðrum en honum að gera eitthvað við hárið mér, veit ekki af hverju eiginlega. Hef gert tilraun og fengið klippingu hjá henni Evu, en mér bara ekkert allt of vel með það í nokkra daga eftir á. Klippingin var fín, don't get me wrong! Ég var með samviskubit, það var það sem var að. Stórskrítð, ég veit. Ég á í engum sérstökum vandræðum með að skipta um lækna o.þ.h. En hárgreiðslumann! Vó, það er sko aaallt annað mál.
Ég var s.s. með litað ljóst hár í mörg, mörg ár þar til ég fór til hans Róberts í fyrsta skipti (sinn) 2001. Þá var hann farinn að vinna á einni af dýrustu hárgreiðslustofum landsins. Ég fékk sjokk þegar ég borgaði fyrir klippingu og litun í fyrsta sinn (skipti), ekkert smá dýrt!
En maðurinn algjörlega umturnaði hárinu á mér; litaði það dökkt og stytti það um helming og kenndi mér að blása það slétt. Biggi fékk sjokk þegar hann sá mig.
En ég var ekkert smá ánægð með þessa breytingu, fannst það fara mér mér rosalega vel og hef treyst honum Róberti mínum 100% síðan. Hef yfirleitt sest í stólinn hans með litlar sem engar fyrirfram gefnar hugmyndir um hvað ætti að gera í það og það skiptið, látið hann bara um það
og verið mjög ánægð í 99% tilvika (hann klippti aðeins of mikið af styttum eitt skiptið, ekkert alvarlegt). Meira að segja Bigga tekst að sjá muninn ef einhver annar en Róbert hefur sært neðan af því eða eitthvað. Hann Róbert hefur eitthvað touch sem erfitt er að útskýra.
En nú er hann Róbert minn s.s. flúinn land og skildi mig eftir með þessa ábyrgð í höndunum.
Hef stundum séð eftir því að hafa ekki látið hann skrifa undir eitthvað plagg sem gerir hann ábyrgan fyrir hárinu mínu þannig hann hefur þurft að tilkynna mér, og fá leyfi, ef hann ætlaði í lengri tíma í burtu. Að sjálfsögðu hefði ég aldrei samþykkt þess flutninga!
En það sem hefur gerst núna er það að ég hef fengið dellu fyrir að lita á mér hárið, alveg sjálf. Er, á fáránlega stuttum tíma, búin að lita hárið tvisvar og aflita það tvisvar. Og þótt ég segi sjálf frá er ég barsta drulluánægð með hárið á mér núna! Hún Eva (sem er btw prófessjónal hairdúer) lánaði mér götóttu gúmmíhettuna sína svo ég gæti aflitað hárið án þess að eiga það á hættu að fá hlébarða-lúkkið áðurnefnda. Og þetta hefur bara tekist bærilega, heldur ljóst en það er allt í lagi. Svo eru nokkrir búnir að játa það fyrir mér (eftir fjögurra ára dökkhærða tilveru mína) að þeim hafi nú alltaf fundist það klæða mig betur að vera hárið í ljósari kantinum. Týpiskt að fólk láti það út úr sér þegar maður er búinn að breyta aftur. Af hverju er fólk svona hrætt við að móðga mann? Oh well!

Og svo er ég að fara til Mílanó í næsta mánuði!!!
Tala meira um það seinaa, en Biggi var að benda mér á að það er örugglega hægt að kaupa fuuullt af allskonar hárvörum þar...
To be continued...

4 Comments:

Anonymous Sokkabuxnasjúkan said...

Þú ert nú ekki venjuleg, ég meina nú þetta með hárið. Jæja en hvað um það, er dáldið hrædd um að gáfnafarið dvíni aðeins við ljóskuhárið, veit það nebblilega alveg sjálf....

11:35 f.h.  
Blogger erik695anika said...

Get a free life insurance quote by clicking here. The quote is free, and insurance is cheap, can you afford to live without it?

10:53 f.h.  
Anonymous Sylvia kannski a leid heim. said...

Ég veit náttulega ekkert hverig tú lítur út núna ennnn mer fannst tú MIKLU saetari med Robba hár svo ég var ekkert smeik um ad módga tig.

8:19 e.h.  
Anonymous biggi said...

mér finnst rósa bara alltaf sæt!

4:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home