föstudagur, ágúst 05, 2005

Innhverfir nördar

Mig langar svo að útskýra frekar þetta með "innhverfuna" sem ég skírði eina færsluna fyrir nokkrum dögum.
(Ekki hika við að láta mig vita ef ég er farin að ofgera einhverju í óléttutalinu. Ég vil alls ekki verða ein af þessum móðursjúku sem ég var að tala svo illa um í gær... So please let me know!)

En... þetta með innhverfuna:
Þegar ég fór til læknisins míns eftir að hafa fengið jákvætt úr óléttuprófinu, var ég með lista af spurningum með mér. Þessi listi var nú ekki langur, en ég fann fyrir svo mörgum "kvillum" og ég vildi vera viss um að það væri alien-dæminu að kenna. Einn kvillinn var þetta skammtímaminnisleysi sem ég var að upplífa svo sterkt, skrifaði meira að segja mikið um það hér á blogginu áður en ég fattaði geimveruna. Þess vegna tók ég listann með til læknisins; vildi ekki gleyma að spyrja að neinu, það var alveg við því að búast.
Svarið sem læknirinn gaf mér við minnislysis-spurningunni var snilld!
(Þessi læknir er snilld, nörd dauðans)
Hann horfði út um gluggann og sagði í svona tón sem kennarar nota:
"Þú verður að átta þig á því að þitt hlutverk hefur soldið breyst núna; það er ekki lengur að vera safnarinn. Þú ert ekki lengur að einbeita þér að því að fara út til að safna eða skipuleggja veiðar heldur er öll hugsunin komin inn á við. Þú ert orðinn innhverf og verður það næstu mánuðina".
Honum stökk ekki bros, fannst þetta greinilega vera besta útskýring á ástandinu sem ég gæti fengið. Djöfulli átti ég erfitt með mig, en mér tókst að halda hlátrinum í skefjum þar til ég kom út í bíl og hringdi í Bigga: "Ég er innhverf!!!" Biggi er sjálfur svo mikill nörd að honum fannst þessi útskýring heldur ekkert fyndin heldur meika bara mjög mikið sens.
Sem hún gerir, ég er ekkert að neita því en hún er samt ógeðslega fyndin, það er ekki hægt að neita því heldur.
Biggi og læknirinn eru bara innhverfir (nördar)... hehe.

(hafiði séð eitthvað sætara en pínkuofsuponsulitla labrador hvolpa?) ***andvarp***

3 Comments:

Anonymous úthverfa hænan said...

það er ekkert sætara en hvolpar, það fallegasta sem til er. Fyndið þetta með lækninn. Til lukku með innhverfuna....

7:10 e.h.  
Blogger Skrudda said...

Bráðum hættirðu að heyra í Bigga þegar hann er að tala við þig...nema sá takki sé nú þegar á off. Ég lokaði eyrunum í minni innhverfu. Heyrði ekki í Berta þegar hann talaði bara eitthvað suð í fjarska (hehehe). Ég er enn með offtakkann.

1:59 f.h.  
Blogger RósaG. said...

Hehehehe. Kominn tími til að skipta "hlutverkum". Offtakkinn er ansi oft á hjá honum Bigga...

10:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home