miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Brjálað að gera!Þessi er gegt góður!

Svo er hann Biggi kallinn bara farinn að blogga. Set linkinn hans inn hérna við hliðina.

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Ljóska - aftur

Ég er orðin blondína! Aftur!
(Sjitt! Ég er að átta mig á því á meðan ég sit hérna og skrifa þessa setningu að í síðustu færslu var ég að rausa um hversu utangátta ég er... Talandi um ljósku dauðans!)

En allavega...
Frá því minn heittelskaði vinur og hárgreiðslumeistari, Róbert Makkaróní (hann heitir ekki Makkaróní í alvörunni, þetta er djók frá því við vorum lítil og hann gat ekki borið fram útlenska nafnið sitt sem er Róbert Michael O'Neill, það varð að Makkaróní), fluttist til Portúgals til að tæla dökka, sæta stráka, hef ég verið á vergangi hvað hárið á mér varðar.
Ég á í mjög miklum erfiðleikum með leyfa öðrum en honum að gera eitthvað við hárið mér, veit ekki af hverju eiginlega. Hef gert tilraun og fengið klippingu hjá henni Evu, en mér bara ekkert allt of vel með það í nokkra daga eftir á. Klippingin var fín, don't get me wrong! Ég var með samviskubit, það var það sem var að. Stórskrítð, ég veit. Ég á í engum sérstökum vandræðum með að skipta um lækna o.þ.h. En hárgreiðslumann! Vó, það er sko aaallt annað mál.
Ég var s.s. með litað ljóst hár í mörg, mörg ár þar til ég fór til hans Róberts í fyrsta skipti (sinn) 2001. Þá var hann farinn að vinna á einni af dýrustu hárgreiðslustofum landsins. Ég fékk sjokk þegar ég borgaði fyrir klippingu og litun í fyrsta sinn (skipti), ekkert smá dýrt!
En maðurinn algjörlega umturnaði hárinu á mér; litaði það dökkt og stytti það um helming og kenndi mér að blása það slétt. Biggi fékk sjokk þegar hann sá mig.
En ég var ekkert smá ánægð með þessa breytingu, fannst það fara mér mér rosalega vel og hef treyst honum Róberti mínum 100% síðan. Hef yfirleitt sest í stólinn hans með litlar sem engar fyrirfram gefnar hugmyndir um hvað ætti að gera í það og það skiptið, látið hann bara um það
og verið mjög ánægð í 99% tilvika (hann klippti aðeins of mikið af styttum eitt skiptið, ekkert alvarlegt). Meira að segja Bigga tekst að sjá muninn ef einhver annar en Róbert hefur sært neðan af því eða eitthvað. Hann Róbert hefur eitthvað touch sem erfitt er að útskýra.
En nú er hann Róbert minn s.s. flúinn land og skildi mig eftir með þessa ábyrgð í höndunum.
Hef stundum séð eftir því að hafa ekki látið hann skrifa undir eitthvað plagg sem gerir hann ábyrgan fyrir hárinu mínu þannig hann hefur þurft að tilkynna mér, og fá leyfi, ef hann ætlaði í lengri tíma í burtu. Að sjálfsögðu hefði ég aldrei samþykkt þess flutninga!
En það sem hefur gerst núna er það að ég hef fengið dellu fyrir að lita á mér hárið, alveg sjálf. Er, á fáránlega stuttum tíma, búin að lita hárið tvisvar og aflita það tvisvar. Og þótt ég segi sjálf frá er ég barsta drulluánægð með hárið á mér núna! Hún Eva (sem er btw prófessjónal hairdúer) lánaði mér götóttu gúmmíhettuna sína svo ég gæti aflitað hárið án þess að eiga það á hættu að fá hlébarða-lúkkið áðurnefnda. Og þetta hefur bara tekist bærilega, heldur ljóst en það er allt í lagi. Svo eru nokkrir búnir að játa það fyrir mér (eftir fjögurra ára dökkhærða tilveru mína) að þeim hafi nú alltaf fundist það klæða mig betur að vera hárið í ljósari kantinum. Týpiskt að fólk láti það út úr sér þegar maður er búinn að breyta aftur. Af hverju er fólk svona hrætt við að móðga mann? Oh well!

Og svo er ég að fara til Mílanó í næsta mánuði!!!
Tala meira um það seinaa, en Biggi var að benda mér á að það er örugglega hægt að kaupa fuuullt af allskonar hárvörum þar...
To be continued...

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Mætt!!!

Well Christ all mighty...
Ég áttaði mig bara engan veginn á að það væri svona langt síðan ég bloggaði síðast, biðst afsökunar á þessari utangáttu.

Ég er búin að vera rosalega utangátta og þreytt undanfarið, en mér skilst að það sé bara eðlilegt. Þetta er víst sá tími óléttunar sem flestar konur lenda í árekstri, gleyma bara að bremsa eða eitthvað. Er að búa til smá plott um að halda bara áfram að vera utan við mig, jafnvel þótt ástandið breytist í rauninni. Þetta gæti örugglega orðið þægilegt í smá tíma; fólk hættir algjörlega að treysta á mann og maður er aldrei beðinn um að gera nokkurn skapaðan hlut, manni er ekki treyst fyrir neinu.
Svona hálfgert frísón. Ætla að prófa.

Ég er alveg komin með bumbu!
Mér finnst það allavega. Öðrum kannski fnnst þetta minna en mér. Er ekki viss um að ég sé að gera mikið úr því eða aðrir átti sig bara ekki á því hversu stórt þetta er orðið...
"Þetta" er bumban sem ég að meina. Flestir koma með eitthvað komment eins og: "Já, það er aðeins byrjað að sjást" eða "Það er hægt að greina kúlu utan á þér". Mér finnst þetta barasta orðin hin ágætasta vömb, verð að segja eins og er. Kvíður bara helst fyrir hvar þetta eigi eftir að enda ef þetta vex með svona miklum hraða...

Fann hreyfingar í gær í fyrsta skipti (sinn) þannig að það fór ekki á milli mála hvað væri í gangi. Ekkert smá skrítið. Ég held að ég hafi roðnað, svei mér þá. Sat inni á skrifstofu í vinnunni og var að kjafta við bókarann þegar allt í einu ég fann þessar hreyfingar. Ég missti alveg heyrnina í smá stund, heyrði bara bergmál af talinu í bókaranum. Svaka skrítið. Hef alveg fundið þetta áður, í fyrsta sinn fyrir sirka viku síðan. Ég var bara engan veginn viss, það gat alveg verið loft eða meltingin eða eitthvað solleis. En, eins og ég segi, það fór ekki á milli mála í gær.

En jæja, nóg af ólétturausi í bili.

Fór í bæinn á menningarnótt. Það var fínt, svona eins og venjulega. Hékk meira og minna á kaffihúsi allan seinni part dagsins og byrjunina á kvöldinu, sama kaffihúsinu. Fékk næstum því rasssæri, sat svo lengi. En um kvöldið rættist langþráður draumur og ég fékk að sjá Todmobile á tónleikum. Það var yndislegt! Nú veit ég hreinlega ekki af hverju ég hef aldrei talað um það áður hérna á blogginu, en; diskurinn með Todmobile og sinfó er án efa sá flottasti í heiminum!!!
Ég er ekki að ýkja baun þegar ég segi að ég hef bókstaflega tárast þegar ég hef verið að hlusta á hann. Fengið kökk í hálsinn og allt. Það eru ekki til orð í íslenskri tungu til að lýsa þessari fegurð, úff!!!!

Svo var Potentiam með tónleika á Ellefunni seinna um kvöldið, gegt stuð!

Ég fékk ofnæmisviðbrögð dauðans í gær. Eða kannski ekki alveg dauðans, er enn á lífi og allt það. En þetta var samt ekkert smá svakalegt. Fékk mér nýja bragðtegund að extra-jórturleðri og byrjaði að fá svaka kláða í eyrun. Fattaði ekki fyrir mitt litla líf að þetta væri út af tyggjóinu, ég er mjög oft með tyggjó frá því ég hætti að reykja, og þá sérstaklega extra. Þannig ég hélt bara áfram að raða upp í mig meira og meira af tyggjói... Kláðinn fór fljótlega að dreyfa sér í góminn og svo í kokið. Það voru farnar að vera allsvakalegar geiflur og grettur í gangi hjá mér að reyna að laga kláðann. Svo fór kokið á mér að bólgna og það varð eiginlega ómöglegt að kyngja og röddin varð alltaf meira og meira rám. Þá loksins (eftir sirka fimm eða sex tyggjó og hálftíma kláðakast) tókst mér að fatta að prófa að losa mig við jórturleðrið. Það leið mjög stuttur tími þar til ég fór að geta talað aftur og kyngt, en helvítis kláðinn var næstum allan daginn að fara. Var ennþá í gærkvöldi með smá kláða í eyrunum.
Held mig við jórturleður sem ég þekki í framtíðinni. Það eina sem ég sé í innihaldslýsingunum að sé öðruvísi á milli bragðtegunda eru einmitt bragðefnin (og svo einhver E-efni). Svona gerfiefni í matvælum o.þ.h. er nottla bara ekki sniðugt.

Ef það er satt sem ég hef af þýðingum hinna ýmissa orða í færerskri tungu, eins og t.d. að leikfimiskennari sé það sama og kroppatemjari eða brjóstahaldari sé spenastatíf, þá er ólétt kona örugglega það sama og geimveruhýsill.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Ciao beibs!

Ákvað í gær að fara í frí út vikuna.
Ætla í sumarbústað "í boði" Verzlunarmannfélags Reykjavíkur á Kirkjubæjarklaustri.
Skrifa kannski eitthvað í næstu viku.
Hafið það gott.

föstudagur, ágúst 05, 2005

Innhverfir nördar

Mig langar svo að útskýra frekar þetta með "innhverfuna" sem ég skírði eina færsluna fyrir nokkrum dögum.
(Ekki hika við að láta mig vita ef ég er farin að ofgera einhverju í óléttutalinu. Ég vil alls ekki verða ein af þessum móðursjúku sem ég var að tala svo illa um í gær... So please let me know!)

En... þetta með innhverfuna:
Þegar ég fór til læknisins míns eftir að hafa fengið jákvætt úr óléttuprófinu, var ég með lista af spurningum með mér. Þessi listi var nú ekki langur, en ég fann fyrir svo mörgum "kvillum" og ég vildi vera viss um að það væri alien-dæminu að kenna. Einn kvillinn var þetta skammtímaminnisleysi sem ég var að upplífa svo sterkt, skrifaði meira að segja mikið um það hér á blogginu áður en ég fattaði geimveruna. Þess vegna tók ég listann með til læknisins; vildi ekki gleyma að spyrja að neinu, það var alveg við því að búast.
Svarið sem læknirinn gaf mér við minnislysis-spurningunni var snilld!
(Þessi læknir er snilld, nörd dauðans)
Hann horfði út um gluggann og sagði í svona tón sem kennarar nota:
"Þú verður að átta þig á því að þitt hlutverk hefur soldið breyst núna; það er ekki lengur að vera safnarinn. Þú ert ekki lengur að einbeita þér að því að fara út til að safna eða skipuleggja veiðar heldur er öll hugsunin komin inn á við. Þú ert orðinn innhverf og verður það næstu mánuðina".
Honum stökk ekki bros, fannst þetta greinilega vera besta útskýring á ástandinu sem ég gæti fengið. Djöfulli átti ég erfitt með mig, en mér tókst að halda hlátrinum í skefjum þar til ég kom út í bíl og hringdi í Bigga: "Ég er innhverf!!!" Biggi er sjálfur svo mikill nörd að honum fannst þessi útskýring heldur ekkert fyndin heldur meika bara mjög mikið sens.
Sem hún gerir, ég er ekkert að neita því en hún er samt ógeðslega fyndin, það er ekki hægt að neita því heldur.
Biggi og læknirinn eru bara innhverfir (nördar)... hehe.

(hafiði séð eitthvað sætara en pínkuofsuponsulitla labrador hvolpa?) ***andvarp***

Oh my god!!!"Bróðurdóttir" hennar Evu var að gjóta sex stykkjum af hvolpum í gær, takk fyrir!

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Alien-pod

Óóótrúleg leti er þetta!

Æi, ég segi nú bara að ég hafi góða afsökun;
*sumar (maður nennir kannski ekki endalaust að hanga fyrir framan tölvu á sumrin),
*hætt að reykja (erfitt að sitja lengi fyrir framan tölvuna ef vaninn var að reykja á meðan) og
*ólétta í gangi (rosalegt orkuleysi sem fylgir því að búa til nýtt líf).
Þetta eru nottla þrjár afsakanir, ennþá betra.

Nágranninn búinn að setja einhverskonar trékassa í götuna til að tryggja það að fólk fari nú ekki að leggja bílunum sínum í einhverra stæðanna hans.
Nei, þetta er ekki ásláttar- né málfarsvilla að skrifa "í götuna" en ekki "á götuna" eins og manni fyndist kannski lógískara. Sko málið er það að kallinn lagði ekkert þennan kassa sinn á götuna heldur er hann búinn að bolta hann fastan í malbikið! Þess vegna er rétt að skrifa "í" í þessu tilviki, fattiði! Hann er ekki einungis búinn að bolta trékassann sinn í götuna heldur festi hann líka keðju í hann og vafði þessari keðju líka utan um ljósastaur sem er við hliðina á stæðinu.
Vaaaaáá, hvað fólk getur verið klikkað! Það er samt gaman að þessu svo lengi sem maður þarf ekki tilneyddur að eiga samskipti við "svona" fólk. Og þar sem þessi kall býr í húsinu við hliðina, en ekki í mínu húsi, þarf ég ekki eiga nein samskipti við hann nema ég kjósi það að bögga hann eitthvað sérstaklega... er ekki alveg að nenna því eins og er en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér... er ekki sagt að óléttar konur fari stundum að haga sér eitthvað furðulega?

Talandi um óléttur...
Er búin að vera eitthvað að skoða spjallþráð inni á hinu alræmda barnland.is (hef aldrei gerst svo fræg að vera hanga á þeirri síðu). Þessi spjallþráður er ætlaður umræðuefninu meðganga.
Gott og blessað. En það sem mér finnst ekki gott og blessað er hversu rosalega mikið stelpur (og konur) eru bókstaflega að fara á límingunum yfir óléttunum sínum. Ég get svo svarið það að það eru komnir upp listar fyrir "marsbúa" eða "aprílbumbur".
Ef þið eruð ekki alveg að ná þessu þá eru þetta s.s. börn sem eiga að fæðast í mars og apríl... jamm.
Og ef þið eruð mellufær í reikningi sjáiði það í hendi ykkar að við erum þá að tala um stelpur sem eru kannski komnar 4-6 vikur á leið... og þær eru bara að deyja úr spenningi!
Maður sér þær fyrir sér algjörlega á innsoginu fyrir framan tölvuna sína að vera skiptast á skoðunum inni á þessari síðu.
Sjitt, hvað ég vona að ég þekki enga sem er þarna inná og sé -óvart- að dissa einhvern til helvítis án þess að átti mig á því, biðst fyrirfram afsökunar ef svo er.
En kommon samt. Ein stelpan var að lýsa því að hún á einar gallabuxur sem hún kemst ennþá í, svo skrifaði hún undir færsluna sína "Kveðja, sjö vikur".
Mér finnst ekkert að því að matarlystin aukist, en þá er líka í lagi að gera sér grein fyrir því að þessi bumba sem kemur er ekki vegna eins sentimetra stóru baunarinnar sem er að spírast í maganum, heldur kannski frekar mikið magn af mat sem orsakar þessa stækkun...
Ég er sko alls ekki saklaus af aukningu á matarlyst. Það er sennilega auðveldast að sjá fyrir sér hvað ég er að meina -í mínu tilfelli- þegar ég segi frá því að neglurnar á höndunum (sem eru nú venjulega mjög fínar) hafa verið ótrúlega góðar undanfarnar vikur.
Mér tókst að brjóta eina mjög illa um daginn... á ísskápshurðinni.
Svo var ég að lesa einhverja frásögn í dag og þar var einhver að segja frá einhverju sem hann "fær grænar út af". Það fyrsta sem mér datt í hug voru grænar baunir og hvað mig langaði í solleis...

Það er samt ekki hægt að neita því að það ER komin smá bumba á mig (ekki matarbumba), enda er ég að verða komin með 14 vikurnar.
Fattaði það fyrir alvöru um daginn þegar ég fór á útsölurnar og keypti mér buxur án þess að máta þær. Jájájá, ég veit alveg hvað flestir hugsa þegar þeir sjá þetta en ég máta sjaldnast þær flíkur sem ég kaupi mér og það virkar fínt í 90% tilvika.
Þessi kaup féllu s.s. undir þessi 10% þegar það virkar ekki. Kom heim og buxurnar runnu upp um mig (skringilegt orðalag...) eins og ekkert væri, voru bara mjög flottar þar til kom að því að hneppa... neibbs, það var ekki að fara gerast. Þannig að það er bara maginn sem hefur gildnað (sirkabát).
En ég er með brjóst! Je minn eini hvað það er gaman. Tíhíhí.
Ógleðin er næstum því hætt, kemur öðru hvoru fyrir að ég finni fyrir henni en ekki næstum því á hverjum degi.
Annars er ég bara ekkert að finna fyrir neinu og er stundum alveg viss um að ég sé að ímynda mér þetta allt saman. Er víst á einhverju millibilsástandi, fer næst á tímabil þar sem mér á víst að líða æðislega... eða svo hef ég heyrt frá mömmum sem fá ekki nóg af því að segja mér hvað þær öfundi mig af því að vera ólétt.
Bíðibíð.
En ég losna samt ekki við þessa tilfinningu sem ég hef að ég sé hýsill... eða hylki.
Alien-pod.

Well, held það sé barasta ekki meira í bili, enda er þetta orðið langt!
Pjúffh!