föstudagur, apríl 29, 2005

Hvernig er hægt...

...að láta sér detta svona ótrúleg vitleysa í hug???
Ég gat bara ekki ekki sett þetta inn fyrir ykkur letibykkjurnar sem nenna ekki að hanga á netinu í margamarga klukkutíma í einu eins og dugnaðarforkurinn, ég :-)

Hann er kominn í leitirnar!

Haldiði að hann "Litli" hafi ekki birst inni hjá okkur í gærkveldi!
Je minn eini, hvað ég var ánægð. Miklu ánægðari en Óskar ofurköttur, eða réttara sagt; Óskari virtist vera alveg sama en ég var -liggur við- hoppandi af kæti.
Svo kom hann aftur í morgun, mjálmaði "góðan daginn" og allt, svooo kurteis. Þeir voru greinilega að leika sér saman, félagarnir.
Vonandi merkir þetta að ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af félagslífinu hans Óskars, hversu einmanna (katta?) hann virðist stundum vera.
Æjajajaj...(andvarp) þetta er ótrúlega fyndið drama.

HVER ER BÝFLUGNABANINN???
Sá komment frá honum og hef ekki grænan grun um hvern er að ræða...

Ég get svo svarið það að ég hef ekki ennþá náð í Klingen!
Ótrúlega erfitt að ná í hana, en þolinmæði þrautir vinnur allar.

Baggalútur stendur fyrir sínu í dag eins og endranær.
Verð að viðurkenna það að ég er næstum sammála þessari "frétt".
Er ekki alveg að skilja þetta hæp fyrir þessum þætti Desperate Housewives.
Hef horft á þá stundum og finnst þeir alveg fínir, en ekki eins gegt góðir og margir eru að tala um. Það var nánast trúarleg athöfn hjá mér að horfa á Sex and the City þegar það var í gangi; ÞAÐ voru gegt góðir þættir!
Sirrý... OHMYGOD!!! Ég veit nú bara varla hvar ég ætti að byrja ef það ætti eitthvað út í það að fara. Er fólk í alvörunni að fíla þessa manneskju???!!!
Þessar kynningaklippur hjá henni eru með því ótrúlegasta sem ég hef á ævi minni orðið vitni að í íslensku sjónvarpi. Verð eiginlega að fá að skrifa um þetta seinna, hef einfaldlega ekki nægan tíma akkúrat núna.

Uppgötvaði það í gær að ég á afmæli um Hvítasunnuhelgina, þ.e. frí á mánudeginum líka.
Var að spá í að vera bara drukkin föstudagkvöldið, allan laugardaginn og eitthvað fram á sunnudaginn. Hef þá mánudaginn til að jafna mig...

Best að byrja taka vítamínin, maður verður að byggja sig upp fyrir svona átök.
Úff!!!

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Möst ríd!

Það ætti að vera skilda hvers manns að skoða Baggalútsfréttir á degi hverjum.
Ég get stundum dáið úr hlátri, þeir eru snillingar.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Meira af Furðuverkinu

Greyið hann Óskar ofurkötturinn minn...
Hann er að deyja honum leiðist svo þessa dagana. "Litli" hefur ekki sést í nokkra daga, hef ekki hugmynd hvað varð að honum. Hann er bara horfinn, vona að ekkert hafi gerst...
Við Biggi erum búin að vera spá hvort við ættum kannski að fá okkur annann kött, bara handa Óskari. Við vitum um læðu sem við gætum tekið að okkur en það er soldið riskí, læðurnar eru ekkert smá dóminerandi. Óskar er með soddan kanínuhjarta að ég veit ekki hvort hann myndi ekki bara stinga af eins og hann gerði þegar Gormur var að reyna yfirtaka heimilið hans fyrir nokkrum mánuðum.
Mér finnst einhvern veginn réttast að fá einhvern pínkulítinn kettling -fress- og láta gelda hann strax og tíminn kemur. Minnsta hættan á að einhverjir konfliktar verði á heimilinu hvað varðar Óskar.
Ég fæ alveg sting í hjartað mitt á að horfa upp á hann og sjá hvað hann er eitthvað misserabul.
Hann ráfar bara um og mjálmar eitthvað út í loftið endalaust, þarf enga smá athygli frá manni.
Maður þarf endalaust að vera með hann í fanginu eða eitthvað að dúlla með hann ef maður er heima. Ef Biggi er í tölvunni og Óskar ákveður að hann vilji fá athygli frá honum -en ekki mér í það skiptið- getur Biggi gleymt því að hann geti haldið áfram með það sem hann er að gera! Ef Óskari vantar athygli, fær hann athygli!

Ef einhver hefur reynslu af að vera með fress og læðu á sama heimili, eða bara hvernig er best að snúa sér í þessum málum, má endilega kommenta á það. Ég tek líka glöð á móti annarskonar tillögum að lausnum en að fjölga í heimilinu.

Hjaaálp :-/

Klingen

Hafi mér langað til hennar Siggu Kling í gær, er ég að deyja núna mig langar svo hryllilega mikið!
Biggi fór og líka tvær úr vinnunni minni og hún sagði eitthvað sniðugt við þau öll.
Biggi fór með mynd af mér (það mátti sko, Klingen sagði það í símann þegar tíminn var pantaður) og hún spurði hvort ég hafi einhverntíma komið til hennar, og þegar Biggi svaraði neitandi ýjaði hún að því að ég ætti að fara.
Svo -án þess að ég vissi að því fyrirfram- fór önnur úr vinnunni líka með mynd af mér. Það var reyndar hópmynd, en Klingen benti á mig og spurði hver þetta væri. Þegar hún vissi að þetta væri manneskjan sem hafði ætlað að koma en hætt við, sagði hún að ég ætti eiginlega að fara... eða koma... æi, þið skiljið.
Svo nú er ég komin með símanúmerið hennar og er að reyna ná í hana, kemur alltaf símsvari, huh!

En hún sá voðalega mikið af peningum í kringum hann Bigga, svo við vorum að ræða það í gær að hann ætti bara að hætta vinna og sitja heima og bíða bara rólegur eftir að allir þessir peningar komi. Svo ef þeir koma ekki, hringjum við brjáluð í Klingen og kvörtum!
"HVAR ERU ÞESSIR PENINGAR EIGNLEGA MANNESKJA???!!!"
Það þyrfti einhver að taka sig til og gera svona at í einhverjum miðlinum, gæti orðið ógisslega fyndið.

Byrjaði annars daginn á því að fara tannsa, gegt fjör... NOT!
Er með einhvern djöfulsins verk í tönninni sem hann var að gera við. Og ég sem er steinhætt að taka inn verkjalyf! Hef ekki látið slíkt inn fyrir mínar varir í margamarga mánuði.
Jæja, vonandi jafnar þetta sig bara í dag. Kannski er þetta eðlilegt. (Er samt ekki vön að vera með verki eftir tannsatíma)

Er að hugsa um að klikka allsvakalega á hveitibindindinu í dag og fá mér tannsakomfortfúdið mitt sem samanstendur af snúð og kókómjólk. Hef ekki fengið mér solleis frá því fyrir áramót þrátt fyrir þónokkra tannsatíma.

Máidda alveg!

mánudagur, apríl 25, 2005

Húmbúkk

Þetta er nýjasta orðið mitt; húmbúkk.
Meiningin nær yfir sirkabát allt sem mér finnst ekki vera vel gert; flottar umbúðir og fullt af tali, en ekkert innihald.
Búin að vera vitni af og lenda í mjög miklu solleis undanfarið, þannig ég er að segja "húmbúkk" nokkrum sinnum á dag, alltaf í pirringi.

Það er "starfsstétt" í heiminum -líka á Frónni okkar- sem er mesta húmbúkk í öllum heiminum.
Ég hef undanfarið þurft að vinna soldið náið með fólki í þessari "starfsstétt", og í stuttu máli hefur það verið að taka mig á taugum.
Nei! ég mun ekki segja neitt meira um hvaða "starfsstétt" ég er að tala um, ég á (því miður) örugglega eftir að þurfa umgangast þetta lið eitthvað meira í framtíðinni vegna míns starfs (ekki innan gæsalappa).
Það vita það örugglega margir sem þekkja mig hvað ég er að tala um, ef ekki verður bara gjöra svo vel að taka upp símtólið og hringja í mig til að fá frekari upplýsingar.
Þori ekki að setja svona níð á netið í nafni... vill ekki lenda í einhverju veseni, skiljiði!

Ég var svo gegt góð að fara ekki til hennar Siggu Kling, heldur leyfði Bigga að fá tímann minn. Nú er hann á leiðinni, as we speak, til mín frá henni og bíð ógisslega spennt að fá að heyra hvað hún hafði að segja. Hann fór -að sjálfsögðu- með spólu, þannig ég get heyrt allt, hehe.

Öppdeit á morgun, tjaó!

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Meira af mat

Haldiði að mín hafi ekki bara farið AFTUR á Sjávarkjallarann?
Að þessu sinni í boði Útflutningsráðs. Flókin saga á bak við það, en í stuttu máli; vegna vinnunnar minnar.

Nú er sumardagurinn hinn fyrsti á morgun. Það er svei mér þá komið sumar, ég get svo svarið fyrir það að ég sá töluna 15 á einum hitamælanna í henni Reykjavík í gær.
Yndislegt!!!

Óskar furðuverk veiddi mús í fyrrinótt og kom að sjálfsögðu með hana til okkar Bigga inn í svefnherbergi... okkur til ánægju og yndisauka, yeah right!
Meira hvað hann var stoltur (Óskar sko), malaði tryllingslega og skellti -dauðri- músinni í gólfið með dynki, aftur og aftur, þar til Biggi gafst upp og HENTI músinni, Óskari til mikils skilningsleysis og móðgunar.
"Ótrúlegt þetta PAKK sem maður býr með" getur maður ímyndað sér að hann hafi hugsað með sér.

Vell!
Nú er ég í alvörunni að vinna og ætla halda áfram, brjálað að gera -gamangaman-

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Furðuverkið

Smá öppdeit sem ég gleymdi í síðustu færslu:

*Búin að fara sirka þrisvar sinnum í ljós síðan í mars, fjárfesti meira að segja í korti!
*Kooolfallin í hveitibindindindindinu, er samt að reyna taka mig á...
*Nói hefur ekki sést í marga, marga daga

Við ( ég og Biggi) vissum reyndar að Nói og familían hans ætluðu að flytja upp í sveit, ætli þau séu ekki bara farin.
Greyið Óskar, þeir voru ótrúlega góðir vinir.
En það er kominn nýr kisi (ekki spyrja að því...). Hann er með mestu krúttum sem ég hef séð; eitthvað skógar-blandaður, soldið mikið loðinn, svartur og hvítur, algjör rindill, svo lítill og skakklappa og með bjánalegasta svip í heimi.
Hann er gargandi snilld þessi köttur.
Svo heitir hann ekkert, það stendur bara á ólinni hans "Litli", innan gæsalappa og allt. Hann og Óskar eru líka rosa góðir félagar.

Ótrúlega mikil félagsvera þessi köttur okkar, eins og ég segi; furðuverk.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Kellingin

Er að spá hvort það væri þorandi að senda femínistagellunum þessa "frétt".
Skildu þær fá heilablóðfall, gera í alvöru mál úr þessu eða fatta djókinn...

Baggalútarnir eru nottla bara snilld.

Súkkulaði og miðlar

Jæja, þá er maður loksins komin með fingurnar á lyklaborðið!

Át mega-mikið af nammi -aðallega súkkulaði nottla- yfir páskana og er enn í sukkstuði, virðist barasta ekki geta hætt...
Sé ekki fyrir mér hvar þetta endar eiginlega, var viss um það á tímabili að ég væri að þróa með með mér instant sykursýki, var komin í krónískt sykursjokk.

Var að velta því fyrir mér um daginn; hvað gerir fólk við tennurnar sem börnin þeirra missa?
Eru allir í tannálfaleiknum?
Man þegar ég var lítil þá leyfði mamma mér að gróðursetja tennurnar sem ég missti.
Það voru "tannablóm" út um alla íbúð. Mér fannst þetta svaka spennandi, hafði mjög mikinn áhuga á blómunum. Ég gróf s.s. tennurnar í moldina hjá einhverju blóminu sem var í fullum blóma og auðvitað trúði ég því að blómið blómstraði út af tönnunum mínum.
Finnst þetta mjög sniðugt.
Endilega allir sem eiga börn að commenta og segja frá.

Er að fara bráðum til hennar Sigríðar Klingenberg miðils. Hún á víst að vera svaka flink.
Ég er mjög spennt að sjá hvað hún segir. Er þannig séð ekki að fara af neinni sérstakri ástæðu, bara gaman að þessu. Ég hef ekkert sérstaklega mikið álit af fólki sem þiggur peninga fyrir þennan hæfileika sinn, trúi því að það fólk sem virkilega hefur hæfileika á þessu sviði séu ekki að auglýsa það og hvað þá að taka peninga af fólki til að getað lifað af því.
Þetta er -í flestum tilvikum- svo borðleggjandi; þeir sem eru að leita til miðla, spákvenna o.þ.h. eru yfirleitt að ganga í gegnum einhverja erfiðleika í lífinu og vantar svör við því hvernig málin eigi eftir að enda. Vantar einhvern til að segja sér að allt eigi eftir að enda vel og ganga upp. Það er alveg eðlilegt, ég hef sjálf farið til spámiðila í þeim tilgangi. En málið er bara að "miðlarnir" gera sér líka fulla grein fyrir því og svo er restin bara að vera góður mannþekkjari og spyrja réttu spurninganna og leita þannig fyrir sér hvað það er sem fólk vill fá að heyra.
Gaman að sjá hvað hún Sigga Kling segir við mig.
Lofa ekki að segja frá því.

Fórum út að borða á Sjávarkjallarann með vinnunni hans Bigga á sunnudagskvöldið.
Djöfulli var góður maturinn!!! Það voru allir í skýjunum yfir þessu. Fékk að smakka dúfu og allt!
Ótrúlega margar fiskitegundir; skötusel, skötuselskinnar, humar, lax, túnfisk, kavíar og alveg fullt af allskonar dæmi sem ég man ekki einu sinni hvað heitir. Sushi... og bara allt. Mæli með þessum stað.

Sko!!! Ég er með mat á heilanum, enda alltaf með því að hugsa um eitthvað ætilegt.

Ætla að einbeita mér að því að fara hugsa um seglskútur...