miðvikudagur, mars 23, 2005

Úbbasí!!!

Þetta fer bara versnandi, maður er bara hættur að skrifa.

Jæja, er að skrifa núna; enginn er verri þótt hann versni... eða eitthvað solleis.

Páskarnir að koma, jeeyyy!!! Sagði áðan í vinnunni að ég myndi mæta með nafnspjald eftir páska þar sem ég myndi örugglega ekki þekkjast annars; búin að afmyndast af spiki vegna ofáts af súkkulaði.

Allt annars við það sama bara;
-ekki enn farin í ljós
-stend mig svona líka drulluvel í hveitibindinindindindindinu
-Nói enn að halda að hann búi hjá okkur en ekki heima hjá sér
(smá svona öppdeit)

Las brilliant grein í Fréttablaðinu í morgun eftir stelpu sem heitir Brynhildur Eitthvað.
Hún skrifar ca. einu sinni til tvisvar í viku svona stutta pistla um það sem hana langar til hverju sinni. Les þá yfirleitt, skemmtilegur penni þessi stúlka (lesist með norðlenskum hreim).
Hún er yfirlýstur femínisti, en ég fyrirgef henni það að mestu leiti. En það var samt einmitt það sem hún var að skrifa um í blaðinu í morgun, var að tala um allt sem gert út á selja kvenmönnum, allt svona "stelpu"-eitthvað. Nú er s.s. kominn út geisladiskur sem útvarpsstöðin Léttnítíuogsexkommasjö gaf út og er ætlaður konum. Eins og konur geti ekki hlustað á neitt nema eitthvað svona "létt og róóólegt". R.Kelly, klarinett-gaurinn semégmanekkihvaðheitir, Michael Bolton og solleis krapp er víst það eina sem er okkur kvenmönnum bjóðandi.
Svo á bara að vera hægt að tala við okkur hææægt og róóólega svo við missum ekki stjórn á skapinu af því guð má vita hvar við erum staddar í tíðarhringnum. Eins gott að hafa allt voða kósí og rómantískt í kringum okkur og passa upp á gera ekkert sem mögulega gæti farið í skapið á okkur.
Þetta er ekki orðrétt greinin hennar, heldur frekar mínar pælingar sem fóru í gang eftir að hafa lesið þetta. En bottomlænið er s.s. það að við erum sammála.

Og það sem verra er, er að það eru sennilega konur sem eru að koma þessum vörum (geisladkur s.s í þessu tilviki) saman til að selja. Og það sem ennþá verra er, er að það eru til fullt af konum sem aksjúllí kaupa þetta!
Aaarrg!!! Svonalagað getur gert mig BRJÁLAÐA.

SÖSS !!!

En ég er líklega bara illa stödd í tíðarhringnum...

þriðjudagur, mars 15, 2005

Annarlegt ástand

Hehemm...
Held svei mér þá að andleysið sé að komast aftur í gegn.

Kannski maður ætti bara að láta verða af því að prófa að fasta.
Hef nebbninnilega heyrt að fólk sem er að fasta lendi í einskonar krónísku vímuástandi eftir einhvern visst langan tíma í föstunni.
Veit um fólk sem gerir þetta einu sinni til tvisvar á ári, þá sirka viku-tíu daga í einu.
Ég hef alveg prófað þetta, en það lengsta sem ég hef haldið það út var í rétt rúmlega tvo sólahringa.

Það er örugglega ekkert leiðinlegt að afeitra líkamann og vera í vímu á meðan, hehe.
Jájá, ég geri mér fulla grein fyrir því að maður verður ekkert svaka klikkaður á því eftir að hafa ekki neitt matar í einn eða tvo sólahringa. En EF maður myndi halda það út í nokkra daga myndi maður örugglega fara finna fyrir einhverju... andlegu klikkelsi. Þetta er farið að hljóma hálf-furðulega :-

miðvikudagur, mars 09, 2005

Séns

Djöfulli er maður orðinn latur við þetta blogg, mar!
Meiraðsegja þegar ég er sest fyrir framan tölvuna og ætla aldeilis að byrja... gerist ekki neitt.
Hausinn gaaaltómur, buhu.

Það er líka bókstaflega ekkert búið að vera gerast hjá manni undanfarið, bara vinna, sofa, borða og nottla lesa.

Bókin er fín.
Fyrir þá sem ekki vita er ég s.s. að lesa The Time Traveler's Wife.
Hún er soldið ruglingsleg í byrjun en svo fer maður að fatta málið. Aðalgaurinn er s.s. að hoppa og skoppa fram og til baka í tíma- er alvöru tímaflakkari- og maður verður að fylgjast vel með á hvaða tíma hvað er að gerast svo maður fokki ekki söguþræðinum upp í hausnum á sér.
Mér finnst samt eins og ég sé búin að rekast á mjög mikilvæga villu í bókinni, ætla samt ekki að fara rakka hana niður fyrir það... strax. Ætla að gefa henni smáséns.

Ætla líka að gefa hausnum á mér smáséns núna og hætta að rembast við að finna upp á einhverju til að skrifa um.

föstudagur, mars 04, 2005

Glamúr

Það er barasta að koma helgi...
Gaman þegar vikan líður svona hratt.
Ædolið í kvöld... spennó!

Nú er ég þessa dagana ALLTAF með linsur. Það er ótrúlega þægilegt að þurfa ekki að vera með
gleraugun. Sé alltaf dúndur-vel. Einhverra hluta vegna finnst mér líka ekki passa að vera með mikið af skartgripum þegar ég er með gleraugun á mér, finnst það soldið ofhlaðið.
Þessi gleraugu eru líka svo áberandi. En þessa dagana er ég í mjög miklu skartgripa-stuði og sleppi þess vegna gleraugunum. Glamúr!

En nú er að fara byrja partý í vinnunni minni.

Jeeyy!!!

Óver and át!

miðvikudagur, mars 02, 2005

Heimalingar og tímaflakkarar

Je minn eini!
Vá hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast!!!
Ég barasta áttaði mig engan veginn á þessu tímaflugi!

Allir á lífi og solleis, Biggi búinn að jafna sig á flensunni.

Enn og aftur erum við komin með "heimaling"...
S.s. köttur sem á alveg annað heimili og allt, en einhverra hluta vegna ákveður að það sé betra að búa bara hjá okkur...
Þessi heitir Nói, sem er frekar fyndið. Okkur Bigga grunar að eigandinn sé með kaldhæðni á kvikmyndina Nóa albínóa af því kötturinn gæti ekki verið svartari...
Einu sinni var Nói með ól, en svo kom hann einn daginn inn til okkar og þá var ólin farin. Hann hvarf í smátíma en fór að láta sjá sig aftur og þá með nýja ól. Nýja ólin datt líka af og aftur hvarf Nói litli í nokkra daga. Svo er herramaðurinn farinn að koma aftur (og aftur og aftur og aftur...) en nú er engin ól á honum -og engin eistu heldur- hann er kominn með tattú í eyrað og það er s.s. búið að gelda hann.
Hann og furðuverkið Óskar eru bestu vinir og virðast alltaf vera hanga saman, enda líka eins; búið að gelda báða og eru líka báðir með gegt kúl tattú.

Ég er einmitt að spá í tattúum þessa dagana. Langar rooosalega mikið að láta breyta mínu.
Þarf að finna mér einhvern sem er flinkur teiknari og getur búið til nógu stóra og flotta mynd til að setja yfir það sem er.
Ef einhver býður sig fram eða veit um einhvern sem er góður teiknari, er sá hinn sami vinsamlega beðinn um að stja uppl. í "comments". Takkfyrirtakkfyrir!!!

Nú er ég að fara byrja á bók sem Englendingar halda ekki vatni yfir.
Hún heitir The Time Traveler's Wife og á víst að vera þrusugóð.
Sylvía keypti sér líka eintak og er sennilegast að bíða eftir því að ég byrji að lesa svo hún geti byrjað líka...
Við ákváðum sko að byrja á sama tíma með bókina, ekki til að keppa um hvor verður fyrst, heldur svo að við getum verið með okkar "óversísbúkk-klöbb".
Döööh!

Er alveg að fíla bleika lúkkið furðu vel...