fimmtudagur, febrúar 24, 2005

VONTAÐANDÍGEGNUMNEFIÐKALT

Jahérnahér!
Biggiliggi bara orðinn fárveikur, kominn með flensu dauðans.
Hringdi áðan í mig til að kveðja mig... honum fannst frekar leiðinlegt að þurfa kveðja svona ungur...

Skrapp til hans með vítamín, sólhatt og steinefni.
Það sem ég á nebbninnilega af vítamínum er til þess gert að koma í veg fyrir að verða veikur, ekki til að takast á við afleiðingar þess að vera með veikt ónæmiskerfi vegna ónógra vítamína í líkamanum. Þá er bara að koma manninum á lappir og sjá til þess að vítamínin verði tekin í framtíðinni, á hverjum degi.

Það er ekkert gaman að vera veikur sko! Það vita allir. Veit fátt leiðinlegra en að þurfa -tilneydd- að hanga heima hjá mér allan liðlangan daginn og hafa ekki orku í að fylgja þræðinum í bíómynd, að staulast á klósettið og útilokað að staulast alla leið í eldhúsið til að fá sér eitthvað að borða!
Ekki það að þetta síðastnefnda skipti einhverju máli; það er, hvort eð er, engin lyst á að borða neitt og hvað þá orka í að tyggja eða kyngja.

Greyið Biggi! Vorkenni honum óendanlega.
Hann hefur þó Óskar ofurkött heima til að kúra með.

Þar sem ég var stödd í Englandi síðustu helgi, missti ég af Ædolinu.
Verð víst að éta oní mig því sem ég var búin að spá...
En ég stend statt og stöðugt við topp þrjú sætin; Davíð Smári, Hildur Vala og Heiða (ég endurtek; ekki endilega í þessari röð).

Held svei mér þá að ég sé kannski að kvefast...
Það væri nú kannski ekki skrítið þótt maður fengi slatta af nebbahori eftir veðraógeðið í Englandinu. Það var ógeðslega kalt! Allt öðruvísi kuldi en við eigum að venjast hérna á Frónni.
Kuldinn er svo BLAUTUR þarna að það er alveg vont að anda.
Það er svona VONTAÐANDÍGEGNUMNEFIÐKALT.
En... eftir allar yfirlýsingar mínar í sambandi við mitt eigið heilbrigði og öll vítamínin... þá segi ég ekki einu sinni frá því ef ég kvefast!!! Glætan!

Veit ekki alveg hvað mér finnst um nýja lúkkið á síðunni, er að reyna verða soldið bleik.
Hitt var soldi dökkt og drungalegt, en það er nottla bara kúl!
Prófa þetta í smátíma, skipti bara aftur ef ég fæ upp í kok.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Komin heim!


Lifði af!

Þetta var drullufínt mar!
Keypti ársbirgðir af bókum og sokkum.

Einhverjir flugvallastarfsmenn rifu ferðatöskuna mína. Ég fékk einhvern miða hjá tollinum sem virkar eins og ávísun á viðgerð, en ef viðgerðarfólkinu finnst ekki taka því að gera við hana, þá fæ ég bara nýja tösku... sem nottla er brilliant, taskan var orðin gömul og lúin.

Hasshundarnir hafa örugglega rifið töskuna, það var svo mikið af drasli handa furðuverkinu honum Óskari ofurketti í henni. Greyið hundarnir hafa fríkað! Catnip og allt þarna... hehehe.

Nú bara rútínan tekin við.

Já! Ég keypti líka svaka mikið af vítmínum og solleis drasli, bilaðist hreinlega í apótekunum þarna í útlandinu.
Djöfulli á maður eftir að verða helþí!

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Aaahhh!!!


Það kom að því:
Ég fór í ljós í gærkveldi...
YNDISLEGT !!! Komin með smá lit í kinnarnar og allt. Mmmmmmm

Var búin að nuða smá stund í Bigga að koma með mér í ljós, en hann nennti því engan veginn.
Ég nennti ekki ein svo ég var eiginlega búin að blása það af að láta verða af því að falla í ljósabindindinu. Svo hringdi síminn hans Bigga og eftir tvær mínútur kom hann æðandi inn í stofu með þær fréttir að hann væri að fara í myndatöku með professional ljósmyndara og allt, fyrir ársskýrsluna í fyrirtækinu sem hann vinnur hjá.
"Förum í ljós, strax!" Hehe. Og við fórum í ljós svo að ljósmyndafyrirsætan myndi líta sem best út.

Þá er bara að koma að því; London á morgun.
Ætla bara rétt að vona veðrið taki upp á því að lagast!
Búið að vera ófært á Leifsstöð í allan dag, millilandaflug legið algjörlega niðri...
Ó mæ god!

laugardagur, febrúar 12, 2005

Hætt að vera andlaus

Hef tekið þá ákvörðun að hætta vera andlaus.
Hef trú á því að það sem maður er endalaust að segja undirmeðvitundinni er það sem á endanum maður mun -ósjálfrátt- láta gerast.
Ætla ekki að storka örlögunum.
Eins og með fólk sem er endalaust að tala um hversu fátækt það sé eða hversu erfitt sé að borða BARA hollan mat.
Leyndarmálið að "lausninni" er að maður á ekki alltaf að vera hugsa um hvað hvað MÁ EKKI heldur HVAÐ MÁ.
Ætla að hætta hugsa um hvað ég sé blönk og fara hugsa um hversu rík ég mun verða, ég VEIT ég mun verða rík. Það er ekki eðlilegt ástand að vera blankur í svo ríku þjóðfélagi. Ef maður er blankur, er eitthvað að hjá manni sjálfum, ekki þjóðfélaginu. Maður á ekki að vera endalaust fórnalamb aðstæðna, það er ýmislegt sem maður stjórnar sjálfur.

Úff!!!
Varð að koma þessu frá mér.

Hversu oft koma orðin "endalaust" og "maður" fyrir í textanum?
Teljiði nú!

Kaffið var svona líka djöfulli fínt mar!
Held pottþétt áfram með svona tilraunastarfsemi!

Góða helgi, Helgi

Það er farið að styttast í Englandsförina.
Ég held mér sé farið að hlakka meira til en hitt.

Þetta er búið að vera óttalega viðburðalítil vika hjá mér. Sorglega.
Í fljótu bragði man ég barasta ekki eftir neinu skemmtilegu sem gerðist, fyrir utan nottla farseðla-dramað.

Núna er allt fullt af snjó sem þýðir að ég skemmti mér konunglega að keyra. Það er eitt af því sem gefur vetrinum gildi; að bruna í gegnum snjóskafla og jeppast á litlum og illa búnum bílum. Gegt fjör! Auðvitað eiga ekki amatörar að hella sér útí solleis vitleysu, þetta er fyrir atvinnumenn eins og mig.

Ég get ekki hætt að monta mig af hvað mér gengur vel í að hætta í hveitiátinu (hætt að nota hitt orðið). Um leið og maður er búinn að finna út hvað hægt er að borða í staðinn fyrir brauð, er þetta barasta ekkert mál. Að vísu borða ég slatta af hrökkbrauði og eitthvað af rúgbrauði, en það inniheldur ekki snefil af hvítu hveiti.

Ekki enn farin í ljós!
Það verður líklegast ekkert af því á næstunni þar sem ég ætla ekki að eyða einni einustu krónu í "óþarfa vitleysu". Nóg er búið að bruðla, blönk konan bara á leiðinni til útlanda og allt!

Helgi dottinn úr Ædolinu. Þá er bara Lísa næst að fara og þá er ég -næstum því- hætt að geta gert upp á milli. Það er samt farið að læðast að mér sá grunur að Hildur Vala eigi eftir að vinna, Davíð Smári verður í öðru sæti, Heiða í því þriðja og Ylfa Lind í fjórða.
Heiðu er spáð sigri, hún er drullugóð, en einmitt þess vegna held ég að hún vinni ekki; fólk þarf að kjósa þann sem þeim þykir bestur og mig grunar að flestir eigi eftir að hugsa sem svo að það kjósi hana allir aðrir, svo eihverjir verða að gefa hinum -greyjunum- stig.
En persónulega er ég hrifnari að Hildi sem söngkonu.

Jæja, kominn tími á að fá sér eðalkaffi-blönduna sem ég var að búa mér til. Hún inniheldur expressokaffi, negulnagla og kanil.
Læt vita seinna hvernig smakkast.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Englaverk og furðuverkið

Mórallinn enn til staðar...

Það er samt merkilegt hvað allt er að smella saman með þessa Lundúnaferð mína, englarnir mínir meira að segja farnir að kippa í spotta hjá Seðlabankanum.
Þetta þarfnast kannski útskýringar...
Málið er að minn yfirmaður er giftur háttsettum manni innan Seðlabankans. Þau eiga sex ára prinsessu sem þau skiptast á að sækja í skólann. Fimmtudagar (ég fer út á fimmtudegi) eru dagarnir sem bossinn (yfirmaður sko) minn sækir prinsessuna og það er af nauðsyn vegna þess að á fimmtudögum eru víst ALLTAF bankaráðsfundir hjá Seðló. En, eins og áður sagði, eru englarnir mínir farnir að skipta sér af og það er búið að aflýsa fundinum daginn sem ég fer út!

Svo fékk ég miðann hjá Icelandair sem, af einhverjum ókunnugum ástæðum, var með miðann mun ódýrari en hitt flugfélagið. Sem þýðir að ég þarf ekki að hanga í rútu í fimm tíma frá Standstead til að komast til Sommerset, sem er áfangastaðurinn.

Þrátt fyrir allt er ég samt með geðveikan móral yfir að hafa keypt miðann. Er ekki að skilja sjálf af hverju samt. Einhver tilfinning sem ég hef... kannski lagast það.

Fékk mér ekki bjór í gærkveldi eins og ég hafði ætlað að gera.
Fór ekki í ljós og borðaði ekkert hveiti.
Biggi var ekki heima, svo ég og furðuverkið hann Óskar ofurköttur kúrðum bara saman fyrir framan imbann.

Ég verð aðeins að minnast á matarvenjurnar hjá þessum ketti:
*Hann velur grænar Ora-baunir fram yfir rækjur.
*Hann vill ekki sjá nýja ýsu, hvort sem er hráa eða soðna. Verður sármóðgaður ef maður reynir að gefa honum solleis.
*Honum finnst makríll með tómatsósu algert lostæti.
*Kryddolía af fetaosti er sælgæti út á drullumatinn frá Whiskas.
*Steikt svínakjöt, helst vel kryddað og af diskunum sem við Biggi borðum af, er veisla hjá honum.
Svo er það nýjasta; að hakka í sig soðnar, sætar kartöflur!

Hafiði vitað annað eins?

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Heil to the Queen

Vááá!!!
Nú er ég með móral dauðans!
Haldiði að mín hafi ekki verið að flakka um á veraldarvefnum og aaalveg "óvart"
dottið inn á síðu hjá öðru flugfélaganna... ooog festi kaup á farseðli til London.
Svo nú er maður að flakka á milli þess að hlakka rosalega til að fara annars vegar, og vera með
eyðslu-þynnku hins vegar.
Er ekki alveg klár á því hvort þetta hafi verið sniðug ákörðun fjárhagslega séð, en örugglega fínt félagslega séð... æiæiæi!!!
Jæja, það þýðir ekki að spá í því núna. Eina sem ég veit fyrir víst er að ég mun ekki hafa neina spendingpenge í útlandinu.

Við Biggi fórum út að borða á laugardagskvöldið, á Einar Ben. Fínn staður.
Við vorum að halda upp á sex ára afmælið okkar. SEX ÁR!!! Pæliðíðí!!!
Soldið fyndið bara ef maður spáir í því. Komin með kött og frosk og allt... hvar endar þetta eiginlega? Hehe.

Já! Ég á alltaf eftir að tjá mig um Ædolið. Málið er að það (sú) sem fór mest í taugarnar á mér í þessum þáttum er dottin út núna, þannig ég hef ekki mikið að segja um þetta mál lengur.
Veit ekki alveg með hverjum ég held en ég veit hver verða eftir í þremur efstu sætunum:
Davíð Smári, Heiða og Hildur Vala... ekki endilega í þessari röð.

Veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að bulla meira núna, er í svo miklu sjokki ennþá með farseðlakaupin að það er barasta á heilanum á mér.

Ekki enn farin í ljós :-) En ég er nú orðin skelfilega föl þannig að kannski fer það að breytast til verri vegar.
Sprakk smá á hveitibindindinu(blablablaorð) vegna bolludagsins,
en nú er bara að halda áfram ótrauð... í bindindinu þ.e.a.s.

Bókin mar!
Ég á alltaf eftir að halda áfram að segja frá fuglabörnunum.
En það er nú góð ástæða fyrir því, skal ég segja ykkur.
Ég gafst upp!
ÉG!!! sem aldrei gefst upp á að lesa neitt, hef haldið áfram á lesa þvílíku brjálæðislegu vitleysurnar, bara af því mér finnst svo erfitt að hætta einhverju sem ég hef byrjað á.
En fuglabörnin slógu nú barasta allt út. Þetta er fín hugmynd af sögu, get alveg viðukennt það, en hún var bara svo illa skrifuð. Var í fyrsta lagi skrifuð í 1.persónu, sem er allt í lagi per se, nema að ég fattaði ekki hvort manneskjan væri karl eða kona fyrr á blaðsíðu 40 eða eitthvað álíka. Það var ekki hægt að fatta það á nafninu því það passar við bæði kynin. Svo var hún (það var s.s. kona) dýralæknir þannig að ef einhver annar var að tala við/um hana var alltaf sagt "doctor". Ég gæti haldið lengi áfram að rakka þessa bók niður en ég nenni því einfaldlega ekki.

En núna er ég byrjuð á bókinni sem einkaritarinn hans Hitlers skrifaði. ÞAÐ er brilliant bók.
Mjög intressing að lesa um daglegt líf Hitler á meðan stríðinu stóð.
Mæli með þessari.

Kannski ég fái mér bjór í kvöld...

föstudagur, febrúar 04, 2005

sorry, sorry, sorry...

Ok, ég veit að það er drullulangt frá síðustu færslu.
Málið er að mér tókst að niðurhlaða svakalega mörgum vírusum í tölvuna...
Þeir snérust um password og pop-up drasl. Ég hef þ.a.l. ekki þorað inn í neitt sem krefst þess að ég þurfi að gefa passwordin mín, glætan spætan!
En nú er ég, nördinn, búin að ná mér í hvorki meira né minna ÞRJÁR vírusavarnir. Það er aftur á móti helvítis bögg, þær eru alltaf í stríði. Ef maður lætur eina leita að vírusum, segir hún alltaf að hinar tvær varnirnar séu "new critcal objects" og svo kemur blikkandi padda við hliðina á aðvöruninni. Stundum hættir ein vírusavörnin að leita, þá er einhver hinna búin að stoppa hana af og segja að það sé eitthvað óþekkt að reyna komast inn í tölvuna. Úff mar!!!

En það er betra að hafa varnastríð í tölvunni manns en einhverja bandíta sem ætla sér að komast í netbankann hjá manni eða blogga einhverja djöfulsins vitleysu undir röngu nafni. Það kæmi nú nottla bara óorði á mann...

En svona fyrir utan þetta hefur sorglega lítið gerst hjá mér undanfarið.
Ég er komin með það á heilann að komast til Englands, helst sem fyrst. Hef ekki séð smettið á Sylvíu og co. í næstum því ár, og svo eru fleiri þarna úti sem hægt væri að heimsækja. Það er gomma af bæði tví- og fjórfætlingum sem þyrfti að heilsa upp á. Ótrúlegt hvað flestir í kringum mig eiga gæludýr. Þeir sem ég þekki og eiga ekki dýr eru með ofnæmi dauðans fyrir þeim og þykja það hrikalega leiðinlegt af því þeim myndi alveg langa til að eiga svoleiðis... eða bara meiga allavegana snerta dýr.
Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég myndi fá einhver svona ofnæmi, sjitturinn.
Er nú reyndar með ofnæmi/óþol fyrir einhverjum örfáum hlutum, eins og nikkel, kíwi, sumum ostum og svo eitthvað meira sem ég nenni ekki að muna. En ég veit ekki hvort lífið væri þess virði að lifa ef ég myndi fá ofnæmi fyrir dýrum, get ekki hugsað til þess.

Hmmm... hvað meira?
JÁ!!! Handboltadjöfulsfokkingdraslarakeppnin!
Hann Viggó er farinn að fara soldið í taugarnar á mér. Hann getur ekki feisað ábyrgðina sem fylgir þessu starfi, það er nokkuð augljóst. Ef hann þarf að svara gangrýni út á við, eins og í viðtölum, fer hann í brjálæðislega vörn og fer að kenna öllu öðru en sjálfum sér um.

Hef enn ekki farið í ljós, spáiðíðí! Ég er ekkert smá stolt af mér. Svo gengur hveitibindindið (alltaf jafn skrítið orð) svona líka helvíti vel.
Mér brá barasta um daginn þegar ég uppgötvaði hversu heilbrigð ég er orðin. Strunsaði mér beinustu leið að ísskápnum og fékk mér smá ís.

Jæjajæja, ég má varla vera að þessu blaðri, þarf að fara gera eitthvað að viti... bwaaahahahahaha

Ég gæti nú samt haldið lengi áfram núna; það þarf að taka á tónlistarverðlaununum, femínistum, ædolinu og solleis. En ég verð að láta þetta gott heita núna.

Ontil ðen ;-)