miðvikudagur, janúar 26, 2005

Þjálfarar, rithöfundar og tannlæknar

Sáuði leikinn í gær???!!! Dísess kræst!
Þetta var rosalegt. Síðasta korterið hélt ég að ég myndi barasta lamast.
Og svo hann Viggó... Aldrei hef ég séð þjálfara áður ráðast á einn einstakan leikmann og beinlínis kenna honum um ósigurinn: "Óli Stef átti nottla að taka gaurinn út en ekki standa bara á línunni og horfa á hann skora..." Það er alveg sama hvað Óli hefði átt að gera, svona segir maður bara ekki. Aldrei hefði Guðmundur látið svona út úr sér.
Og svo til að toppa það var hann Viggó líka að kvarta yfir dómgæslunni! HALLÓÓÓ!!!
Ef eitthvað var, voru dómararnir að dæma okkur í hag hvað eftir annað; fengum hvert vítið á fætur öðru (sem við klúðruðum endurtekið) og svo komumst við oft upp með brot sem Slóvenarnir sluppu ekki með. Og hana nú!
Jæja... þá eru Kúveitarnir í kvöld. Borgar sig ekki að vera of konfident, ekki storka örlögunum.

Er byrjuð á bókinni um börnin fljúgandi. Hún byrjar mjög furðulega, höfundurinn kemur sér strax að efninu og segir í blábyrjun frá genatilraunum sem gerðar voru á börnum (auðvitað á þetta að vera gerast í alvörunni á rannsóknarstofum út um allan heim...) þar sem manna- og fuglagenum var blandað saman með þeim árangri að það komu mannsbörn með fuglsvængi. Þessum genabreyttu, frjóvguðu eggjum var svo komið fyrir í leginu á konum sem héldu að þær væru í glasafrjóvgun. Svo var fæðingunni komið af stað of snemma á meðgöngunni og mæðrunum sagt að börnin hefðu ekki lifað af.
Ég er ekki komin neitt mjög langt, en þetta er svona sirka það sem ég er búin að ná.
Gæti verið að þetta sé ekki alveg jafn klikkað og ég hélt í byrjun, bött ví vill sí.

Var að koma frá tannsa núna, hægri kinnin á mér dofin til helvítis. Hvað haldiði að hann hafi fundið??? Það var oddur af nál inn í rótinni í jaxlinum!!! Jamm og já! Og ekki nóg með það, nálin er víst búin að vera þarna í u.þ.b. þrjú ár! Sjitt, það er endalaust svona kjaftæði í gangi með tennurnar á mér. Svo kostar þetta líka handlegg og fótlegg.

Vell! Ætla að hætta þessum vaðli.


Mæli með: Spennandi handboltaleikjum

Mæli á móti: Að skilja nálar eftir í kjaftinum á fólki.

mánudagur, janúar 24, 2005

Hinstramótið

Jæja!

Þá fer þetta kannski allt saman að líta aðeins betur út.
Ekki eins sjúklega þreytt alltaf hreint. Og svo er hinstramótið (heimsmeistaramótið sagt mjög hratt) í handbolta byrjað. Við gerðum jafntefli og allt í fyrsta leiknum, vel af sér vikið. Svo er bara að sjá hvernig gengur á móti Slóvenum...

Fór um daginn til hans Lárusar, sem var með bókabúðina í Listhúsinu. Hann var með mega-útsölu í tilefni að því að hann ákvað að gefast upp fyrir risunum í bókaverslanabransanum.
Ég arkaði mér inn í tíu fermetra stóra búðina sem var troðfull af fólki. Ekki alveg minn tebolli...
En fyrst ég var komin á staðinn gat ég ekki með góðu móti látið mig hverfa án þess að fjárfesta í einni einustu skruddu. Svo ég fór beinustu leið í kilju-rekkann og leitaði bara að rithöfundum sem ég kannaðist við.
Tók svo tvær bækur, án þess að lesa aftan á þær, borgaði og fór. Kíkti ekkert meira á þær fyrr en um kvöldið þegar ég var komin upp í rúm og ætlaði að fara aldeilis að lesa.
Tók aðra og kíkti aftan á hana: Hún er um einhvern fyrrverandi FBI-agent sem býr upp í sveit og það er hús rétt hjá honum sem er einskonar munaðarleysingjaheimili. Af einhverjum ásæðum fer löggimanninn að fylgjast með húsinu og kemst að leyndarmáli sem breytt gæti heiminum; börnin geta flogið...
Vóóóóóó........... þetta verður mjööög intressing tú sei ðe líst.
Ég lagði ekki í það að tjakka á hinni, var í svo miklu sjokki yfir dellunni í þessari. Ég ætla samt að lesa hana, ekki spurning! Það er barasta skilda manns sem bókaormur að gá að svona vitleysu.
Æ vill kíp jú pósted abát ðiss vonn.

Ég er ekki enn farin í ljós, þetta gengur bara nokkuð vel. Er samt ansi smeik um að það falli um sjálft sig á næstunni; jógað mitt í flutt í annað húsnæði og við hliðina á æfingasalnum er ljósastofa...

Nú er nýjasta dellan hjá mér mysingur með vanillubragði. Prófaði solleis um helgina og áður en ég vissi af, var ég komin með skeið oní dolluna. Fokkings brilliant snilld!
Kannski ekki megrunarfæði, en hey!! ég má ekki borða brauð lengur, ég sem eiginlega borðaði ekkert annað. Eitthvað verð ég nú að borða.

Mæli með: Að lesa aftan á bækur áður en þær eru keyptar.
Mæli með: Mysing með vanillubragði.
Mæli með: Handboltanum

Mæli á móti: Svefnvandamálum.

föstudagur, janúar 21, 2005

Ekkert má maður...

Jæja... þá er víst búið að ákveða það fyrir mann að ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ BORÐA HVÍTT HVEITI, HVÍTAN SYKUR OG GER!!!
Fór í gær til hómópata sem benti mér á þessa (leiðinlegu) staðreynd. Ég er víst búin að innbyrgða svo mikið af pensílíni í gegnum tíðina, að það er barasta allt í rugli.

Úff! Þetta getur verið svooo erfitt og flókið líf stundum, maður svitnar alveg.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

FOKKINGSDRASLBLOGGER!!!

Það er búið að vera eitthvað bögg í gangi á bloggernum í dag (síðunni sko, ekki mér...)
Ég var búin að skrifa heillanga færslu sem seivaðist svo ekki og týndist bara!
Alveg hreint ótrúlegt!
Kannski nenni ég að reyna skrifa þetta aftur á morgun, aldrei að vita.

Magnað hvað vikan er búin að líða hratt, bara kominn föstudagur áður en maður veit af.

Æjajajajæ, ég er ekki alveg að nenna þessu núna, andleysið komið aftur...

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Færsla #1 í dag

Ég er ekki enn farin í ljós, er að spá í að byrja aftur að borða brauð og halda áfram að vera með ritstíflu...

Góða daga allesamen!

Færsla #3

einhverra hluta vegna kemur þetta allt í vitlausri (rangri) röð í dag...
Kannski fer þetta átomatískt í stafrófsröð ef maður skrifar fleiri en eina færslu á sama deginum.

Alltaf er maður nú að læra eitthvað nýtt, merkilegt alveg hreint!

Færsla #2

Þetta með að hætta brauð-byndindinu (skrítið orð) var kannski ekkert allt of góð hugmynd.
Fór gallvösk áðan í bakarí og bíttaði á peningum og skinkuhorni. Nú gæti ég sofnað. Einnig gæti ég talið hverjum sem er í trú um að ég væri komin 5 mánuði á leið.

Eina sem ég vildi deila með ykkur að sinni, ritstíflan enn til staðar.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Ljósljósljós

Ég var að gera merkilega uppgötvun.
Sko, málið er að ég er búin að vera þvílíkt mygluð undanfarna daga; hálflasin, endalaust þreytt og meiraðsegja komin með einhverskonar svefntruflanir. Ég! Ég hef aldrei á ævi minni átt erfitt með svefn, frekar verið á hinn bóginn. Ekkert mál að sofna og þegar ég er sofnuð sef ég eins og steinn.
Núna er allt í einu orðið geðveikt erfitt að sofna og ég sef mjög laust og minnsta hljóð vekur mig. Þar af leiðandi er ég, eins og áður sagði, alltaf þreytt. Get varla komið mér á lappir á morgnana; vandamál þegar mæta þarf í vinnu.

Ég var að taka Spirulina (vítamínkúr dauðans) í nokkrar vikur og var geðveikt orkumikil á þeim tíma. Hélt þess vegna að kannski vantaði mig bara vítamín eða eitthvað svoleiðis eftir að ég kláraði kúrinn. Prófaði að taka venjulegt fjölvítamín en leið bara illa af því; greinilega búin að óverdósa af vítamínum í bili.
Þá fór ég að spá í hvort ég væri byrjuð að drekka eitthvað meira af kaffi en venjulega, en svo er ekki. Mataræðið beisikklí það sama og venjulega, meiraðsegja hætt að borða brauð.


En uppgötvunin mín er s.s. sú að það er skammdegið sem er að fara einstaklega illa í mig þennan veturinn. Aldrei fundið fyrir því sérstaklega áður, og hef ég nú upplifað ca. 29 vetra.
EN... breytingin hjá mér er sú að ég fer næstum því aldrei í ljós lengur! Það er málið! Mig vantar ljós (alltso birtu) í gegnum augun mín inn í heilann svo hann geti framleitt nóg af hamingjuhormónum. Serótónín og melótónín heitir það.

Eins og allir sem þekkja mig vita, hef ég verið haldin "sjúkdómi" í gegnum árin sem kallast tanorexía; finnst ég alltaf vera næpuhvít sama hversu ógeðslega brún ég er; alltaf í ljósum s.s.Á eftir að verða þvílíkt krumpudýr þegar ég verð gömul, hef brunnið ótrúlega oft í framan.
Hugga mig bara við það að ég get alltaf farið í peeling...

Ég veit til þess að læknar eru að benda fólki á sem eru haldin skammdegisþunglyndi að fara í nokkra ljósatíma til að fá birtu. Það meikar alveg sens.
Þótt ég sé nú kannski ekkert sérstaklega þunglynd (frekar en venjulega), er samt eitthvað ójafnvægi í gangi, ég er barasta ekki eins og ég á að mér að vera.

Ar jú getting ðe poijnt?

Ég er komin með FULLKOMNA ástæðu til fá smá lit í kinnarnar... ehemm... birtu í heilann.
Nú get ég farið ljós með bros á vör, og ef húðsjúkdómalæknirinn minn (sem er bæ ðe vei búinn að finna nokkra fæðingabletti sem þarf að athuga gaumgæfilega á eins árs fresti...) hefur eitthvað út á það að setja, nú, þá spyr ég nú bara:
Hvort er skárra að vera vansvefta þunglyndissjúklingur eða þurfa láta taka nokkra fæðingabletti sem eru hvort eð er bara ljótir?mánudagur, janúar 03, 2005

Árið!

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!

Býst við að árið leggist ágætlega í mig, er ekki alveg dómbær á það eins og er vegna þess að ég er algjörlega vansvefta.
Mér tókst s.s. að snúa sólarhringnum við í jólafríinu, eitthvað sem ég geri alltaf. Þannig að núna tókst mér að sofa í ca. tvo tíma síðastliðna nótt og líður frekar sjittí í vinnunni. Ef Biggi var ekki að halda fyrir mér vöku með geðsjúku bilti, var það furðuverkið (Óskar). Ef þeim tókst að halda sér rólegum í smátíma, tóku geðsjúklingar með flugelda við.
Ég get svo svarið það! Blindhríð og stormur úti og það voru virkilega einhver fífl úti í nóttinni að sprengja flugelda á aðfaranótt mánudags. Held að þetta séu einhverjir sem drápust áður en klukkan sló tólf á gamlárskvöld og eru enn að bæta sér það upp að hafa misst af að geta sprengt árið í burtu.

Já! Fína veðrið mar! Ég var í korter á leiðinni í vinnuna. Tekur mig venjulega 3 mín. að meðaltali.
Kannski maður fari að setja yfir á vetrardekk...

Íslendingarnir úti í Asíu enn týndir...

Vell! Ætla að halda áfram með vörutalninguna. Er nokkuð viss um að þetta sé tvíverknaður, er ekki í ástandi til að ábyrgjast að ég sé að telja rétt...