fimmtudagur, desember 30, 2004

Bless gamli vin!

Gleðileg jól allesammen!

Vona að allir hafi átt góð jól að þessu sinni. Mín voru prýðileg bara. Fékk dúndurgjafir og held að flestir hafi verið ánægðir með gjafirnar sem ég gaf þeim, vona það allavega.

Þá er bara gamlárskvöldið eftir. Ætli maður reyni ekki að sofa sem lengst á morgun svo úthaldið verði betra um kvöldið.

Milli jóla og nýárs er stöðtvö búin að vera sýna þættina Angels in America. Þeir eru víst endursýndir, en þar sem ég sá þá ekki upphaflega voru þeir frumsýndir fyrir mig.
Þættirnir fjalla um fólk (aðallega homma) í BNA og eiga að gerast 1986. Það er verið að segja frá fyrstu árunum þegar HIV-veiran er að skjóta upp kollinum, fólk sem smitast og liðið í kringum það.
Ég áttaði mig allt í einu á því á meðan ég var að horfa á kassann að ég man virkilega eftir því þegar ég heyrði minnst á AIDS í fyrsta sinn. Það var einmitt árið 1986 og ég var ellefu ára. Ég man að ég var að horfa á fréttirnar og það var verið að segja frá nýrri, bráðdrepandi og ólæknandi veiru sem herjaði á homma og sprautufíkla og sem smitaðist með blóði og líkamsvessum. Ég man að ég hugsaði með mér að þetta væru fréttir sem skiptu öruuglega rosalega miklu máli. Ég áttaði mig ekki á hversu rosalega alvarlegur sjúkdómurinn var (ég var ellefu), en ég man að tilfinningin var eins og maður var ekki viss um hvort veiran sjálf gæti skriðið inn um gluggann hjá manni eða hvort maður ætti ekki eftir að vita mikið af þessu í framtíðinni, kannski væri þetta eitthvað sem kæmi aldrei til Íslands og maður myndi bara heyra um í fréttunum.

Ekki ólíkt tilfinningunni sem ég fékk þegar ég heyrði fyrst um árásina á BNA 11.sept.
Ég og Biggi vorum á kaffihúsi rétt eftir hádegi (á þriðjudegi, minnir mig) og ég hringdi í Villu út af einhverju sem ég man ekki lengur hvað var. Þá var hún í sjokki að segja mér frá því að 3ja heimsstyrjöldin væri hafin.
Við Biggi rukum heim til að horfa á fréttirnar sem voru stanslaust í sjónvarpinu allan daginn. Þá var tilfinningin einmitt þannig að maður var ekki viss um hvort afleiðingarnar myndu hafa einhver áhrif á mann persónulega eða hverjar þær yrðu yfirhöfuð.

Svo kom þessi tilfinning aftur núna annan í jólum. Pabbi hringdi í mig til að segja mér frá flóðbylgjunni í Asíu. Mér fannst þetta ekkert svo alvarlegt fyrst þegar ég heyrði um þetta en svo eftir því sem dagarnir líða og tala látinna hækkar stöðugt og skelfilega mikið, er það að sinka inn hversu rosalegt þetta er. Svo eru líka Íslendingar þarna á hættusvæðunum sem eru enn týndir! Ég er búin að fara oft yfir það í hausnum hvort ég þekki einhvern sem væri líklegur til að vera úti í Tælandi á þessum árstíma, en man ekki eftir neinum. Sjö, níu, þrettán.

Sjitturinn!

Þið verðið bara að afsaka elskurnar mínar, en ég á það til að detta í soldið morbid pælingar á þessum árstíma. Á hverjum áramótum finnst mér eins og ég sé að kveðja einhvern sem aldrei kemur aftur. Ég veit að það kemur einhver annar í staðinn, en þekki hann ekkert og er ekki alveg tilbúin að bjóða hann velkominn ("hann" er s.s. árið). Tárast alltaf þegar klukkan slær tólf á miðnætti á gamlárs.

Jæjajæja... held þetta sé komið fínt í bili.
Skemmtið ykkur vel á nýárinu!

miðvikudagur, desember 22, 2004

Jólastuð?

Ekkert bólar á jólaskapinu sem ég ætlaði mér að fara í. Þetta er nú líka bara ein helgi sem allir eru að fara á límingunum yfir.
Held ég reyni frekar bara að slappa af með þetta og fljóta bara með hinum, hvernig skapi sem þeir eru svo í.. jóla- eða eitthvað.

Ég svitna nú bara við tilhugsunina um hvað ég þarf að vinna mikið fyrir jólin. Ég hef nebbninnilega (hingað til) verið svo klár að vera ekkert að vinna vinnur sem þarf að vinna yfir jólin. Alltaf fengið langt og gott jólafrí sama hvað vikudaga jólin koma upp á. Þar til nú...
Núna er maður kominn á kaf í verslunar-brjálæðinu, ekki að kaupa, heldur er maður hinum megin við borðið og þarf þar af leiðandi að vinna eins og skepna alla dagana fyrir jólin. Þetta leiðir svo af sér að maður hefur engan tíma til að gera allt sem maður sjálfur þarf að gera. Það leiðir svo aftur af sér stress. Það er alveg hægt að finna dobíu af hlutum sem manni finnst maður eigi eftir að gera og hefur að sjálfsögðu ENGAN tíma til.
Púff!!!

En... ætli það komi ekki að því einhverntíma að maður eyði þessum árstíma einhversstaðar annarsstaðar á hnettinum, á stað þar sem jólin eru ekki haldin hátíðleg.
Ætli maður myndi þá kannski sakna alls brjálæðisins og læra að meta það öll jólin eftir það?
Ég gæti alveg eins trúað því, maður er svo ótrúlega vanafastur og klikkaður.

Well! Best að fara gera eitthvað af viti... bwaaahahahahaha (klikkar ekki)


þriðjudagur, desember 21, 2004

Bull, firra og ergelsi

Það er sorglega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Bara vinna og aftur vinna.
Var að vinna á sunnudaginn og það hefur bókstaflega sett allt úr skorðum hjá mér; fannst í gær að það væri þriðjudagur, í dag að það sé miðvikudagur á morgun er örugglega fimmtudagur hjá mér á meðan það er miðvikudagur hjá öllum öðrum... jeeeyyy
Ég vakna örugglega upp á laugardaginn og fatta að ég hafi misst af aðfangadeginum í örvæntingu minni að reyna rétta dagaruglið af. Úff! Jólin mar!

En ljósi punkturinn er að ég er búin að kaupa megnið af jólagjöfunum, gjöfin hans Bigga komin frá Úsbekistan og langflest annað búið. Hjúkkitt!

Jæja, vinna, vinna, vinna...

sunnudagur, desember 19, 2004

Ég er heyrnalaus!

Núna er ég með hellu dauðans. Var að koma af Andkristnihátðinni sem var haldin á Grandrokki að þessu sinni.
Dökka uppskeran, Breytarinn og Sólstafir voru að spila. Náði ca. helmingnum af Changer og byrjuninni á Sólstöfunum. Alltaf það sama í gangi, finnst eins og ég hafi heyrt þetta allt saman oft, oft. Fínt samt sko, dónt gett mí rong.

Á undan Andkristnihátíðinni fórum við Biggi á Ellefuna að sjá einhversskonar "kvikmyndatónlistarklippusamsuðu" sem Ragnar og einhver annar strákur stóðu fyrir. Það var á köflum eins og að fara á einhvern sérstakan stað til að horfa á tónlistarstöð með fullt af öðru fólki, en það komu samt góðir kaflar inn á milli. Sérstaklega kunni ég að meta gamlar (eins og þær gætu verið nýjar, dööö) tónleika-upptökur með Led Zeppelin og Nick Cave and the Bad Seeds.
Svo fórum við upp á efri hæðina og þar voru fyrir að spila hinir einu sönnu Vonbrigði.
"Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg". Þið munið! Rokk í Reykjavík og allt það, kombakk dauðans.

En... það er víst vinna hjá mér eftir örfáar klukkustundir.
Skildi Bigga eftir niðrí bæ að djamma með strákunum, þannig ég ætla reyna plata furðuverkið hann Óskar með mér að kúra.

Gúdd næt!

föstudagur, desember 17, 2004

Hass og hórur

Fór á jólahlaðborð með vinnunni í gær. Hereford var staðurinn sem við hittumst á.
Svaka fínt, góð mæting. Allir mættu með makana sína og sumir með börnin líka. Ég held að krakkarnir hafi nú ekki borðað mikið, stoppuðu ekki á hlaupunum um allann staðinn og voru sennilega að taka alla hina gestina af taugum, hehe.
Gaman af því hvað fólk getur látið hlutina fara í taugarnar á sér þegar það ætlar svo sannarlaega af eiga rólega og góða stund og slaka soldið á... slakiði þá á!
Ef maður heldur áfram að borða svona mikið yfir hátíðarnar verður að fjölga jóga-tímunum, er ég hrædd um. Biggi var svo saddur að linsurnar duttu úr augunum og hann hætti að geta tjáð sig. Ég var að hugsa um eftirréttina alla réttina á undan, var næstum búin að fara bara þrjár ferðir í það og sleppa öllu kjötinu og því dæmi. Svo þegar ég var loksins búin að fá að svala súkkúlaðifíkninni, langaði mig bara heim og sofa.

Ég tók þá ákvörðun í gær að leyfa mér bara að detta í jólastuð en ekki að bölva helvítis jólunum fram og aftur. Það hefur ekkert gerst ennþá, kannski kemur það.

Vala er að fara til Amsterdam á sunnudaginn að versla jólagjafirnar. Spurði mig hvort mig vantaði ekki eitthvað frá útlandinu, en mér datt barasta ekkert í hug, það fæst allt hérna hvort eð er.
Þá fórum við að spá hvort við ættum bara ekki að gefa öllum sem við þekkjum eitthvað einkennandi og þjóðlegt frá Hollandi í jólagjöf. Sáum Völu fyrir okkur arkandi í gegnum tollinn með vindmyllur, túlipana, hass og hórur í tréklossum í eftirdragi. Brilliant!

Hass og hórur bwaaahahahahahaha


fimmtudagur, desember 16, 2004

Glámur og Skrámur

Líf mitt hefur ekki breyst neitt smáræði eftir að ég fékk sjón (gleraugu).
Ég get verið stanslaust að dást að umhverfi mínu, tek eftir hlutum sem ég hafði aldrei áður gert. Við Biggi fórum í Kringluna í gær og ég sá alveg endanna á milli, svaðalega skrítið mar!
Svo fórum við að borða í Stjörnutorginu og ég gat lesið á matseðlana á öllum veggjunum. Ég hef barasta aldrei gert mér grein fyrir að þetta hafi almennt verið möguleiki, að fólk sjái svona langt, ótrúlegt!
Svo er það annað sem ég tek eftir; fólk hefur almennt ekkert allt of góða húð, s.s. í andlitinu (ég er nú ekki farin að geta séð í gegnum föt þótt ég sjái mjög vel). Ég hef verið með svaka komplexa í sambandi við húðina á mér í mörg ár. Alltaf fundist hún svo opin og asnaleg á litinn. Allir aðrir hafa verið með svaka góða húð sem er svooo slétt og falleg á litinn. Ég er að fatta það núna þessa dagana að ég er eina manneskjan sem ég hef séð almennilega öpp klós and pörsonal. Tjah, fyrir utan hann Bigga nottla, en hann er með geðveikt góða húð. Ég get sumsé farið að slaka aðeins á í húðhirðu minni. Hehe, djöfulli verð ég flott eftir nokkrar vikur... öll útsteypt í bólum og ógeði.

Já, ég gleymdi aðal málinu!!! Ég er, hvorki meira né minna, komin með PRADA-gleraugu. Jebb, spígspora um allt, hreinlega að deyja ég er svo mikil gella, þau eru ekkert smá kúl.
Þyrfti eiginlega að fara að redda mér kameru svo ég geti sett mynd (af mér og gleraugunum, eða mér með gleraugun) á veraldarvefinn.

Svo fjárfestum við Biggi líka í linsum svo við séum nú ekki alltaf glámar. Djöfuls puð er það dæmi! Af hverju hefur maður aldrei heyrt fólk tala um hvað linsuvesenið var geðveikt mikið vesen fyrst um sinn. Auðvitað kemst maður upp á lagið með þetta, en þetta er samt ekki "ekkert mál".

Jæja, farin að gera eitthvað af viti... bwaaahahahahaha

miðvikudagur, desember 15, 2004

Fólk...

Mikið er stundum erfitt að halda þolinmæðinni. Sérstaklega þegar maður þarf að díla við fólk í vinnunni sinni og getur ekki sagt orð til að láta pirring sinn í ljós, bara brosað og andvarpað í hljóði.
Ég get svo svarið það að það er til svooo mikið af hreinlega heimsku fólki, það bara notar heilann sinn akkúrat ekki neitt.
Eða þá fólkið sem labbar sér inn í verslunina til mín (sem er stútfull af rándýrum vörum, bæ ðe vei) með krakkana sína sem eru algjörlega óalandi og óferjandi með öllu, vaðandi í hvað sem ber þeim fyrir augum og foreldrarnir segja ekkert við því þótt þau séu að taka 20 þús. kr. tösku úr hillunum og leika sér með hana. Áður en maður veit af er maður kominn í barnapíuhlutverk ásamt því að afgreiða liðið.
Algjörlega brilliant!


mánudagur, desember 13, 2004

Femínistar schremínistar

Ggrrrrrrrrrrr
Það fer fátt meira í taugarnar á mér en femínistar.
Af hverju getur þetta fólk ekki byrjað á því að kalla sig eitthvað annað en femínista? T.d. húmanista? Nú, eða jafnréttissinna? Er þetta fólk ekki alltaf að segja að það að vera femínisti sé það sama og að vera jafnréttissinni?
Af hverju kalla þau sig þá ekki réttu nafni for kræin át lád?
Sá einhverntíma í viðtali við einhverja rauðsokkuna að henni fyndist alltaf svo fyndið þegar fólk segði sig ekki femínista. "Eru ekki allir meðfylgjandi jafnrétti? Það er það sama; ef þú ert fyrir jafnrétti þá ertu femínisti".
Je, ræt!
Kallið ykkur þá réttum nöfnum!!!
Ég myndi frekar kalla mig rasista en femínista... jæja, kannski ekki alveg bött jú gett ðe pojnt.
Það að vera berjast fyrir jafnrétti kynjanna er hið besta mál og fínt að það er (greinilega) til fullt af fólki sem lætur sig þessi mál varða. En það er barasta alls ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir og ég hef sko margar og miklar skoðanir á því hvað er á baráttuskránni hjá öllum þessum félögum, hvað þau heita nú öllsömul.

Í fyrsta lagi:
Af hverju í fjáranum geta konurnar, sem kenna sig við það að vera femínistar, ekki bara verið stoltar af því að vera kvenmenn og sætt sig við að kynin eru ólík... meira að segja mjög ólík?
Ég hef þá skoðun að það sé miklu betra ef maður er, sem kvenmaður, að reyna koma sér áfram í karlrembuheimi að vera þá bara fyrsta flokks kona en ekki annars flokks karlmaður.
Hver í fjáranum kom því inn í hausinn á þessu liði að það sé bannað (hjá konum, alltso) að vera máluð, klæða sig í kvenleg föt; þ.e. toppa, pils o.þ.h. og svo þetta með rakstursdæmið!!!???
Er ég virkilega að gera það sem karlmenn ætlast til af mér ef ég vill líta vel út?
Díses Kræst!
Má ég ekki sem kvenmaður raka á mér lappirnar nema að það séu einhverjar femínistalufsur út í bæ að segja að þá sé ég að leika "góðu" stelpuna?

http://this.is/stelpur/

Tjakkið á þessari síðu!!!
Held svei mér þá að þetta lið sé að tapa sér í einhverju brjálæði.

Jæja, ætla láta þetta duga í bili. Tú bí kontínjúd!

Þá er bara að fara horfa á Sopranos, síðasta þáttinn í seríunni nota bene.
Sáuði að þeir skutu Adriana í síðasta þætti???!!!
Sjitt! Varla búin að ná mér sko...

Þá er það byrjað...

Jæja... þá er maður kominn á bloggið bara!

Kannski tími til kominn. Maður gerir víst allt of mikið af því að hella sér og sínum þankagangi endalaust yfir sárasaklaust fólk sem kannski nennir ekki alltaf að hlusta á rausið í manni.
Nú er komið tækifæri fyrir alla að missa ekki af neinu sem er að gerast í hausnum á manni, hægt að lesa þetta bara þegar þið hafið tíma, elskurnar...